fbpx

ÆÐISLEGT UNGLINGAHERBERGI

HeimiliHugmyndir

Ég hef nokkrum sinnum verið beðin um að skrifa um hugmyndir fyrir unglingaherbergi en það hefur verið hægara sagt en gert því úrvalið af slíku myndefni á netinu hefur verið af mjög skornum skammti. Hér er þó eitt alveg æðislegt sem ég á til með að deila með ykkur, það eru jú margar stelpur (og líka strákar) sem fylgjast með Trendnet sem búa enn í foreldrahúsum og vilja fá hugmyndir fyrir herbergin sín, en svo eru nefnilega líka fjölmargar mömmur sem lesa bloggið mitt og gætu fengið innblástur frá þessu fína herbergi fyrir unglingana sína. Það er hún Frederikke Kjær Wærens 19 ára gömul sem búsett er í Kaupmannahöfn ásamt foreldrum sínum sem á þetta herbergi, hún er mjög virk á Instagram en þar rakst ég einmitt á hana, @frederikkewaerens

Screen Shot 2015-04-25 at 15.18.08

Það er ekki hægt að segja annað en að stúlkan sé mjög smart og með puttann á púlsinum.

Screen Shot 2015-04-25 at 15.19.41

Frederikke hugsar mjög vel um herbergið sitt og er gjarnan með afskorin blóm í vasa, það eru eflaust mjög fáir unglingar sem kaupa sér vikulega ný blóm fyrir herbergið sitt…

frederikke-6

Screen Shot 2015-04-25 at 15.17.12

Fljótandi Lack hillur frá Ikea eru á veggjum, sem eru töluvert betri lausn en hillusamstæður frá gólfi fyrir lítil herbergi.

frederikke-2 frederikke-1 frederikke-4

Koparherðatré og flottur innblástursveggur.

frederikke-3

Náttborðið er úr bunka af tískutímaritum, sniðug og smart lausn.

frederikke-5

Herbergið og húsgögnin eru öll hvít sem gerir mikið fyrir þetta litla rými og svo er hún með stóran spegil á einum veggnum sem lætur herbergið virka stærra en það er. Það má svo sannarlega finna margar góðar hugmyndir hér á þessum fáu fermetrum, það er nefnilega alveg hægt að gera lítil herbergi & lítil heimili alveg æðislega smart.

Átt þú vinkonu sem vantar hugmyndir fyrir herbergið sitt? Deildu þá endilega færslunni;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

TREND: PLÖNTUR

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. lára

    25. April 2015

    Veistu hvaðan klukkan á neðstu myndinni er? :)

  2. Anonymous

    3. May 2015

    Mjög flott herbergi, Væri lika gaman að sja unglinga strákaherbergi ;)