fbpx

Á VEGGINN

EldhúsHeimili

Það er fátt sem gerir heimili jafn heimilislegt og myndir á veggjum, það geta þá annaðhvort verið ljósmyndir, list eða jafnvel teikningar. Eins finnst mér alltaf jafn skemmtilegt að fara á heimili þar sem listaverk eftir krakkana fá að njóta sín meðal hinna myndanna -jafnvel fallega innrömmuð. Það getur verið ótrúlega hvetjandi fyrir þau að vanda sig ef þau vita að flottustu myndirnar fá að fara upp á vegg!

Myndaveggir eru jafn ólíkir og þeir eru margir, ef þið eruð óörugg með uppröðunina getur verið sniðugt að klippa niður stærð rammanna í dagblað og hengja upp með kennaratyggjói svona áður en þú ferð að negla á vitlausa staði…

Eins eru myndarammahillurnar frá Ikea flott lausn undir listaverkin, í eldhúsum geta matarbækur jafnvel verið til skrauts.

Látlaus og einfaldur myndaveggur, hér þarf bara teip.

Þessi mynd er alltaf í smá uppáhaldi, gott mix af hlutum og Libri hillan frá Swedese er æðisleg.

Ég þarf að fara að vinna í einum svona myndavegg hér heima:)

3x SVEFNHERBERGI

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Erla

    23. September 2013

    Mér finnst svo flott þegar matreiðslubækur eru til sýnis í eldhúsum, margar þeirrar eru orðnar svo fallegar að þær eru eiginlega listaverk í sjálfu sér.

  2. Helgi Ómars

    23. September 2013

    Þetta er nákvæmlega það sem ég er að vinna í akkúrat núna! Mér líður bara eins og þetta þurfi gjörsamlega að vera fullkomið, og þarf að hafa meiningu. Myndirnar mega ekki bara vera eitthvað prentað og blalalaa .. þetta tekur mikið af orku frá mér að spá og spegúlera. Get ekki hætt, og get ekki ákveðið! Obboboj ..

  3. Bára

    24. September 2013

    Smá test komment, hef ekki getað kommentað í smá tíma :(

    • Svart á Hvítu

      24. September 2013

      Já það er e-ð vesen með kommentin held ég:/ hef verið að fá óvenju fá…
      Kemur e-r villumelding hjá þér oftast?

      • Kristbjörg Tinna

        24. September 2013

        Ég hef líka verið að lenda í því!! Þá er mér sagt að það séu of mörg komment frá mér að bíða eftir staðfestingu eða eitthvað álíka :(

  4. Katrín

    25. September 2013

    Hæ! Ég sé að Eames stólarnir á annarri myndinni eru með svörtum fótum, veistu hvort hægt sé að fá þá svona? :)

    • Svart á Hvítu

      25. September 2013

      Hæhæ já það er hægt að fá þá með svörtum löppum, gæti þó þurft að sérpanta. Þeir fást í Penninn Húsgögn í Skeifunni:)
      -Svana

      • Anonymous

        29. September 2013

        Takk :)