Ég var að rekast á þetta fallega plakat sem var að koma í Eymundsson, en plakatið er unnið upp úr bókinni Flóra Íslands sem kom út árið 1985. Það er smá nostalgía yfir þessu plakati en ég man eftir að svona plaköt skreyttu ófá heimili þegar ég var krakki, heima hjá okkur voru t.d. fuglar Íslands og svo voru fiskar Íslands líka hið fínasta veggskraut. Tískan gengur ekki bara í hringi þegar kemur að fatnaði…
Á ÓSKALISTANUM: FLÓRA ÍSLANDS


Skrifa Innlegg