Ég var að rekast á þetta fallega plakat sem var að koma í Eymundsson, en plakatið er unnið upp úr bókinni Flóra Íslands sem kom út árið 1985. Það er smá nostalgía yfir þessu plakati en ég man eftir að svona plaköt skreyttu ófá heimili þegar ég var krakki, heima hjá okkur voru t.d. fuglar Íslands og svo voru fiskar Íslands líka hið fínasta veggskraut. Tískan gengur ekki bara í hringi þegar kemur að fatnaði…
6 Skilaboð
-
Í fyrra leitaði ég og leitaði eftir þessu plaggati útum allt og komst að því að það hefði ekki verið endurprentað í mörg mörg ár. Til minnar ánægju var síðan til svona plaggat í geymslunni heima og hengur það núna uppi á vegg í sumarhúsinu okkar. Ég sá einmitt um daginn að þau voru komin í Eymundsson, það er geggjað afþví að þau eru geggjað fín og hafa gott fróðleiksgildi :)
-
Er með eintak af Flóru Íslands í láni frá ömmu og afa, hef notað hana mikið í innblástursvinnu. Plagatið er sannarlega á mínum óskalista, ótrúlega fallegar myndir og áhugaverð lesning.
-
Eggert Péturson teiknar ;)
Skrifa Innlegg