Ég er hrikalega spennt fyrir nýja merkinu sem Snúran er að bæta við vöruúrvalið hjá sér, en það eru hönnunarvörur eftir hina sænsku Piu Wallén. Cross teppið hefur lengi setið á óskalistanum mínum og það eru ófá innlitin sem ég hef skoðað þar sem þetta fína teppi með grafíska mynstrinu bregður fyrir, þá annaðhvort á rúmi eða liggjandi til skrauts á sófaarmi. Teppið var hannað og sett á markað árið 2011 í kjölfarið af miklum vinsælum Crux teppisins sem einnig er eftir Piu Wallén en er mun dýrara og ekki á allra færi. Cross teppið er úr lífrænni bómull og kemur í tveimur stærðum, það er tvílitað og er annaðhvort svart, grátt eða rautt öðrum megin og svo hvítt hinum megin.
Svo eru líka þessir fínu bakkar einnig eftir Piu Wallén… ég er reyndar með mikinn valkvíða hvaða lit ég myndi velja mér, það er mjög típískt ég að velja mér svart en á mynd nr. 3 má sjá rauða teppið og mér finnst það líka vera mjög flott:)
Gefum þessu smá tíma, ég mun eignast þetta teppi, því get ég lofað mér:)
Fyrir áhugasama þá fæst það hér.
Skrifa Innlegg