fbpx

6 FLOTTAR KÖRFUR

Fyrir heimiliðVerslað

Mér datt í hug að gera eina ó-jólalega færslu, obbobb… ekki vera svekkt þið sem eruð komin á kaf í jólin og viljið ekki lesa um neitt annað. Mig langar aðeins til að koma inná snilldina við körfur, ekki það að þetta sé nein ný uppfinning en úrvalið af flottum körfum hefur þó aldrei verið betra. Ég er með fimm hér heima, eina í stofunni undir púða og teppi, önnur í barnaherberginu undir bangsa og dót og sú þriðja er við andyrrið undir öll fötin af krakkanum sem ég nenni ómögulega að hengja upp, síðustu tvær eru svo frekar óspennandi óhreinatauskörfur. Mig vantar sumsé alls ekki fleiri körfur en ákvað þó að taka saman nokkrar flottar til að gefa ykkur hugmyndir!

körfur

1. Gyllt og fín karfa frá Línunni, 18.600 kr. // 2. Falleg tágakarfa frá Petit, 4.490 kr. // 3-4. Taukarfa frá House Doctor, Línan, 3.200 kr. // 5. Klassíska vírakarfan frá Ferm Living, Epal, 9.650 kr. // 6. Handgerð vírakarfa úr látúni frá Kokku, 28.500 kr. //

Fyrir ykkur jólaálfana, þá hef ég verið að taka eftir vinsælu trendi að hafa jólatréin í körfu. Sjá t.d. hér, hér og hér.

Sko mig, mér tókst að tengja færsluna við jólin:) Annars bíður mín núna risa verkefni en það er að draga út heppna vinningshafann sem fær 120.000 kr. gjafabréfið….

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR#3: FYRIR BARNIÐ

Skrifa Innlegg