fbpx

40 dresshugmyndir með slæðu

BeautyHugmyndir
Það er eitthvað svo elegant og klassískt við silkislæður, og undanfarið hafa þær orðið að skemmtilegum fylgihlut sem hægt er að leika sér með á ýmsa vegu og það að vefja þeim um hálsinn er langt frá því það eina sem hægt er að gera með slæðu. Ég sjálf hef mjög lítið notað slæður þar sem ég hreinlega þóttist ekki kunna það, en með smá leit fann ég endalausar hugmyndir hvernig hægt er að vefja þær um hálsinn, flétta í hárið, vefja um töskubandið og svo mætti lengi telja áfram. Einföld og smart leið til að fríska við dressið!
Ég keypti mér mína fyrstu silkislæðu í gær sem vinkona mín, Signý hjá Morra hannar og fékk hana í leiðinni að sýna mér nokkrar leiðir til að binda slæðuna. Vá hvað það er auðvelt, og ég er frekar spennt að prófa mig áfram núna. Sjáið líka hvað það er smart að hafa slæðu í hárinu ♡

Myndir: Pinterest

Fyrir áhugasama þá fást íslensku silkislæðurnar frá Morra m.a. í Epal, Rammagerðinni, Hönnunarsafninu, Gerðarsafni og víðar. Ég valdi mér Ylju í bleikum lit og gæti vel hugsað mér að bæta í safnið síðar.

Takk fyrir lesturinn –

Falleg íslensk heimili: Með útsýni yfir sjóinn í Hafnarfirði

Skrifa Innlegg