Ég rakst á þessar skemmtilegu myndir á netvafri mínu í morgun, en þarna má sjá eitt svefnherbergi stíliserað á þrjá vegu. Ég var ekki lengi að ákveða hvert væri mitt uppáhalds!
1, 2, 3
Hvað finnst ykkur flottast?
Í fljótu bragði þá hallast ég að herbergi númer 1, þessu bleika með Gubi lampanum. Þó að hin hafi líka sinn sjarma.
En núna kveð ég og skunda út á flugvöll, Boston bíður mín og ljúfa líf. Takk þið sem senduð mér ábendingar í pósti og skilduð eftir komment um hvað ég gæti gert í Boston!
Ég skil þó bloggið ekki eftir eitt og einmanna og er því búin að vista nokkrar færslur fram í tímann, ég bý ekki yfir þeim hæfileika að kunna að blogga í símanum eins og sumir sambloggarar mínir:)
Sólskinskveðjur, Svana
Skrifa Innlegg