Fyrir stuttu síðan héldum við fjölskyldan upp á 3 ára afmæli Bjarts Elíasar sem heppnaðist vel eða svona miðað við hvað ég hafði lítinn tíma til undirbúnings. Í ár breytti ég því aðeins út af vana og í stað þess að föndra sjálf skreytingar og baka nokkrar sortir þá var boðið upp á Betty Crocker (ásamt nokkru öðru) og tilbúnar skreytingar sem Bjartur Elías valdi samdægurs. Halelúja þvílíkur léttir. Það hljóta einhverjir foreldrar hreinlega að hafa farið yfir um af stressi við að undibúa afmæli fyrir börnin sín.
Þetta var draumaafmælið hans Bjarts að minnsta kosti, hann hafði valið Spiderman þema og talaði um það í margar vikur. Það var því gleðistund þegar við fórum saman um morguninn í Partýbúðina og þar fékk hann að velja sér Spiderman diska, servíettur, borðskraut, glös ásamt blöðrum. Ég viðurkenni alveg að ég sjálf hefði alltaf valið eitthvað annað þema og eitthvað stílhreinna en gleðin hjá einu barni að mæta í Partýbúð og sjá allar blöðrurnar og Hvolpasveitarþemu og ég veit ekki hvað og hvað. Út við löbbuðum með Spiderman afmælisþema á sterum og fullt fang af blöðrum og einn ofur glaðann afmælisstrák. Ég er nokkuð viss um að þetta verði endurtekið að ári, en ég krossa fingur að það verði þá frekar Hvolpasveitin valin haha.
Ég náði annars ekki að taka margar myndir áður en gestirnir mættu, og af tillitsemi við gestina ætla ég að halda þeim myndum fyrir okkur sjálf ♡
Ég veit ekki alveg hvað þessi kökudiskur er að gera þarna fremst á myndinni, en þarna voru fyrstu gestirnir mættir og við enn að leggja á borð:)
Hérna ætlaði ég að mynda tölustafinn 3 með myndunum en þegar að gestirnir voru byrjaðir að mæta skellti ég þeim beint á vegginn með límbandi haha. Hitt er þó góð hugmynd fyrir ykkur sem hafið meiri tíma, þessar myndir hanga þó enn uppi á vegg mér þykir svo gaman að sjá þær á hverjum degi hvað gullmolinn minn hefur stækkað mikið. Næsta verkefni er að útbúa myndavegg, það er fátt heimilislegra en fjölskyldumyndir.
Hvítu veifurnar valdi ég reyndar sjálf en ekki sonurinn… Poppílátin eru dálítið skemmtileg og ég pakkaði þeim aftur inn í skáp til að nota síðar, þau eru líka úr Partýbúðinni eins og allt hitt skrautið:)
Blaðran lifir ennþá góðu lífi hálfum mánuði síðar (!) … ég tími ekki að klippa á hana sem ég gerði þó við allar hinar blöðrurnar. Ég var að vísu búin að kaupa svona stafablöðru á netinu fyrir löngu síðan en þegar hún kom var hún alltof lítil og því völdum við eina stóra og veglega til að hafa í veislunni:)
Takk fyrir að lesa – ég er annars að klára að græja allt fyrir Santorini ferð með vinkonum mínum sem er á eftir… ein af okkar bestu vinkonum er nefnilega að gifta sig. Ég verð eitthvað á Svartahvitu snappinu í ferðinni, en ég hef líka tímastillt nokkrar færslur sem munu birtast hér á blogginu:)
Skrifa Innlegg