fbpx

2019 DAGATÖL // HEIÐDÍS HELGADÓTTIR

Íslensk hönnun

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur.

Ég tók mér kærkomið frí í nokkra daga og kem endurnærð tilbaka tilbúin fyrir stórskemmtilegt nýtt ár og spennandi verkefni. Ég ætlaði að vera búin að skrifa um fallegu handteiknuðu 2019 dagatölin frá vinkonu minni Heiðdísi Helgadóttur en hún er algjört hæfileikabúnt sem er ótrúlega gaman að fylgjast með t.d. á instagram @heiddddddis. Mörg ykkar eru líklega þegar búin að næla ykkur í eintak en ef þið eruð enn í leit að fallegu dagatali þá er ég mjög hrifin af þessu.

Dagatölin fást m.a. á heimasíðu Heiðdísar sjá hér, ásamt því að fást í Epal og kosta ekki nema 2.990 kr.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HUGMYNDIR : DEKKAÐ ÁRAMÓTABORÐ

Skrifa Innlegg