fbpx

2015: NOKKUR FALLEG DAGATÖL

Fyrir heimiliðÍslensk hönnunVeggspjöld

Þessi færsla hefði að sjálfsögðu átt að koma inn fyrir 8 dögum síðan, en ef þið eruð smá sein eins og ég þá eruð þið pottþétt ekki búin að kaupa ykkur dagatal. Ég tók nokkur saman sem mér finnst vera æðislega flott.

Screen Shot 2015-01-08 at 01.11.27

Talið frá vinstri til hægri:

1. Rifdagatalið eftir Snæfríði og Hildigunni er orðið klassískt, í ár er það myntugrænt og fallegt. Fæst í Epal, Hrím og Spark design space.

2. Stendig er dagatal frá 1966 og er það í dag partur af hönnunarsafni MoMa í NY. Það fæst í Mjólkurbúið.is.

3. Fölbleikt og fagurt dagatal/plakat frá Snug studio. Fæst í Reykjavikbutik.is

4. Kristina Krogh stendur alltaf fyrir sínu en þetta “Twothous&fifteen” dagatal/plakat er með gylltri fólíu. Fæst á kkrogh.is og í Hrím.

5. Þetta dagatal er frábært, en á það er hægt að skrifa niður viðburði og plön dagsins, algjört “möst” fyrir þá sem þurfa skipulag:) Svo er þetta í þokkabót út árið 2016. Fæst hjá Snúran.is.

6. Rifdagatalið frá HAY eftir Snæfríði og Hildigunni er bleikt og fínt, en þetta er á ensku annað en hitt. Fæst í Epal.

Screen Shot 2015-01-07 at 22.54.36


Screen Shot 2015-01-07 at 22.40.32

Þessi hér að ofan fannst mér þurfa að sjást aðeins betur,

Jæja núna er það bara úllen dúllen doff… hvað skyldi verða fyrir valinu:)

LÍTIÐ & SJARMERANDI

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Vala

    8. January 2015

    Manst þú eða einhver sem þetta les eftir að hafa séð dagatal þar sem jafnframt kemur fram tunglstaða? S.s hvort tungl sé fullt eða ekki? Minnir að ég hafi séð það hjá einhverjum íslenskum hönnuði.

  2. Sandra Karls

    8. January 2015

    Ég fékk þetta dásamlega fallega [myntugræna] rifdagatal í afmælisgjöf. Finnst það æðislegt!

      • Svart á Hvítu

        8. January 2015

        Okey þetta er snilldardagbók!! Ætla að prófa að prenta út og svo panta ég kannski eintak:) Takk fyrir linkinn, var einmitt að hugsa þegar ég fann til dagatöl hvað mér finnst vanta fínar pocket dagbækur.
        -Svana

        • Elín

          8. January 2015

          Ég var einmitt fljót að panta mér eintak eftir að ég byrjaði að krassa í útprentið, ég hef fulla trú á þessar pælingar

    • Svart á Hvítu

      8. January 2015

      Þetta er snilld, ég þarf einmitt að eignast eitt sem er hægt að skrifa inná, þetta kemur vel til greina:)
      -Svana

  3. Arna

    11. January 2015

    Veistu hvað fyrsta dagatalið kostar, þetta mintugræna?