Þessi færsla hefði að sjálfsögðu átt að koma inn fyrir 8 dögum síðan, en ef þið eruð smá sein eins og ég þá eruð þið pottþétt ekki búin að kaupa ykkur dagatal. Ég tók nokkur saman sem mér finnst vera æðislega flott.
Talið frá vinstri til hægri:
1. Rifdagatalið eftir Snæfríði og Hildigunni er orðið klassískt, í ár er það myntugrænt og fallegt. Fæst í Epal, Hrím og Spark design space.
2. Stendig er dagatal frá 1966 og er það í dag partur af hönnunarsafni MoMa í NY. Það fæst í Mjólkurbúið.is.
3. Fölbleikt og fagurt dagatal/plakat frá Snug studio. Fæst í Reykjavikbutik.is
4. Kristina Krogh stendur alltaf fyrir sínu en þetta “Twothous&fifteen” dagatal/plakat er með gylltri fólíu. Fæst á kkrogh.is og í Hrím.
5. Þetta dagatal er frábært, en á það er hægt að skrifa niður viðburði og plön dagsins, algjört “möst” fyrir þá sem þurfa skipulag:) Svo er þetta í þokkabót út árið 2016. Fæst hjá Snúran.is.
6. Rifdagatalið frá HAY eftir Snæfríði og Hildigunni er bleikt og fínt, en þetta er á ensku annað en hitt. Fæst í Epal.
Þessi hér að ofan fannst mér þurfa að sjást aðeins betur,
Jæja núna er það bara úllen dúllen doff… hvað skyldi verða fyrir valinu:)
Skrifa Innlegg