Febrúarmánuður hefur verið undirlagður af söfnuninni Öll í einn hring hjá meistaranemum í námskeiðinu Samvinna og árangur í Háskóla Íslands. Í námskeiðinu vinna nemendur í litlum hópum að því verðuga verkefni að safna peningum í tækjakaupasjóð Barnaspítala Hringsins.
Næstkomandi laugardag, 15. febrúar, verður haldinn 1000 kr. markaður á Kex Hostel. Meðal þess sem má finna á markaðnum eru gjafabréf frá veitingastöðum, skemmtigörðum og í líkamsrækt. Einnig verður töluvert af fatnaði, snyrtivörum, sælgæti, bókum og fleiru. Allar vörur verða seldar á 1.000 kr, eins og nafnið gefur til kynna. Vörurnar eru hver annarri glæsilegri og þetta er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Takmarkað magn er af hverri vöru og því gildir reglan “Fyrstur kemur fyrstur fær”. Á markaðinum verða nokkur skemmtiatriði en Beggi Blindi ætlar til dæmis að sjá til þess að allir skemmti sér konunglega.
Þennan sama dag ætla nokkur fyrirtæki um land allt að gefa hluta af ágóða sínum til styrktar Barnaspítalans. Með því að versla hjá þeim styrkir þú þar með átakið, fyrirtækinu eru eftirfarandi:
- Subway (túnfiskbátur)
- Sundlaug Hornafjarðar
- Millibör
- Arfleifð
Nemendur standa einnig fyrir fjölda annarra viðburða, sem dæmi má nefna að dagana 15.-20. febrúar mun bland.is styðja átakið en þá býðst notendum Blands að setja inn sérmerktar upplýsingar eða taka þátt í uppboði til styrktar Barnaspítalans. Þá verða haldnir styrktartónleikar á fimmtudaginn 20. febrúar í Gamla bíó, en tónleikarnir hefjast kl. 21 og miðaverð 2.500 kr. Fjöldi landsfrægra skemmtikrafta mun stíga á stokk en kynnar kvöldsins verða Pétur Jóhann og Sveppi. Allir listamenn gefa vinnu sína og rennur því ágóði kvöldsins óskiptur til Barnaspítalans.
Loks ber að nefna að hægt er að styrkja söfnunina með því að hringja í síma 904-1000, auk þess sem tekið við frjálsum framlögum á reikning 0137-05-060777, kt. 630114-2410
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á Facebook: Öll í einn hring – söfnunarátak fyrir Barnaspítala Hringsins.
Það er því nóg um að vera næstu daga og ljóst er að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi og styðja við söfnunina Öll í einn hring.
Hér fyrir neðan má sjá myndband átaksins:
Ég hvet ykkur til að mæta á þennan spennandi markað og styrkja í leiðinni frábært málefni.
Skrifa Innlegg