fbpx

10 GJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANN

Óskalistinn

Í dag á minn lífsins förunautur 30 ára afmæli og eins ólíkt mér það er þá er ég á allra síðustu stundu í gjafahugleiðingum. Ég fór þó í eina verslunarferð í gær og kom heim alsæl með það sem ég hélt að yrði afmælisgjöfin hans, þar til það rann upp fyrir mér að ég gaf honum sama hlutinn í jólagjöf í fyrra. Ég bilast hvað ég er alltaf utan við mig:) Gjöfin verður þó keypt á eftir og ég tók saman nokkra hluti á listann sem komu til greina og vonandi getur þessi listi nýst fleirum sem eruð í gjafahugleiðingum.

 

f.hann

 

1. AJ lampinn er algjör draumur og lífstíðareign, verst hvað hann Andrés minn hefur takmarkaðann áhuga á hlutum fyrir heimilið annað en konan hans. // 2.B&O þráðlaus heyrnatól í svörtu. // 3. Rakspíri er alltaf klassísk gjöf. // 4. Vindur jakki frá 66 til að hjóla í vinnuna. // 5. Marshall hátalararnir eru svo klassískir og fallegir. // 6. Racer hjól er eitthvað sem maðurinn er með á heilanum og væri gaman að eiga efni á að gleðja hann með. // 7. Úrin frá Húrra eru mjög flott gjöf. // 8. Logn peysa frá 66, -sá kærasta vinkonu minnar í henni í vikunni og heillaðist alveg. // 9. Fyrir vínáhugamanninn þá er þetta flott gin kit. // 10. Leðurskór frá Bianco, þessir eru flottir bæði spari og hversdags.

Ég er búin að ákveða hvað verður fyrir valinu…;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: HAUSTFÍLINGUR

Skrifa Innlegg