Þá er þriðja afmælisleiknum lokið. Takk fyrir frábærar undirtektir, 700 æðisleg komment og fleiri en þúsund like á facebook VÁ! Notknot púðarnir hennar Ragnheiðar Aspar hjá Umemi eru greinilega mjög eftirsóttir, en það kemur mér reyndar ekkert á óvart:) Mér tókst með hjálp random.org síðunnar að draga út tvo heppna vinningshafa og það eru þau…
Linda Sæberg: “je minn eini – besti leikur heims! þessi púðar sko. Ég get náttúrulega ekki valið á milli fyrir mitt litla líf – en þar sem ég virkilega neyðist segi ég bleiki :)”
Óskar Þór Ingólfsson: “Svart á hvítu er klárlega með skemmtilegustu vinningana, fyrst Jón í lit svo Notknot. Tveir hlutir á topp 5. Já, takk. Ég myndi vilja gráa púðan takk.”
Það gleður mig að ég hafi dregið út bæði stelpu og strák í þetta skiptið, ég er nefnilega farin að taka eftir að fleiri strákar eru farnir að lesa bloggið sem er ekkert nema frábært!
Til hamingju Linda Sæberg og Óskar Þór, sendið mér endilega póst á svartahvitu@trendnet.is
Þá er bara einn leikur eftir sem verður næstu helgi, er ekki tilvalið að hafa eitthvað extra veglegt svona í lokin?:)
En enn og aftur, takk fyrir æðisleg komment, ég á bara ekki til orð hvað sum ykkar skilduð eftir falleg komment til mín.
-Svana
Skrifa Innlegg