Það er gaman að lesa áramótaheit vina sinna á netinu og eru sumir metnaðarfyllri en aðrir:) Ég ætla að setja mér mörg lítil markmið fyrir árið 2013 sem að ég ætti auðveldlega að geta tæklað, en markið eins og mæta 5x í ræktina í viku og hætta að borða súkkulaði myndi ég ekki einu sinni byrja á að skrifa niður á blað.
En þegar ég lít til baka yfir liðið ár og hugsa til tækifæra sem að mér voru veitt vil ég deila með ykkur nokkrum hlutum sem að ég lifi kannski ekki eftir, en þetta er mér mjög ofarlega í huga.
Þetta er það allra besta sem að ég hef tileinkað mér og ég vildi óska þess að fleiri myndu gera hið sama. Ef að mér dettur eitthvað í hug þá hika ég ekki mikið lengur en í hálftíma við að framkvæma það, og þessar skyndihugmyndir mínar hafa hinsvegar veitt mér svo margt.
!
Skrifa Innlegg