fbpx

Annað dress: All Black

Annað DressVero Moda

Suma daga er maður bara í þannig skapi að alklæðnaðurinn verður svartur… Ég átti þannig móment í morgun þegar ég vaknaði eldsnemma til að taka mig til fyrir förðunarfyrirlestur inní Versló. Mig langaði endilega að deila með ykkur dressi dagsins sem kemur svona vel út í fallega vetrarumhverfinu í 104.

black

Skyrta: Vero Moda, já skyrtuóða manneskjan hefur bætt nýrri við í safnið. Þessi er nú svo klassísk að það er ekkert hægt að vera of mikið á móti því. Svo er hún líka á svo góðu verði og var þess vegna valin sem vara vikunnar hjá Vero Moda. Þessa verður auðvelt að dressa, flott við buxur og þá í hlýrabol innanundir, ég gæti líka séð fyrir mér að fara í rúllukragabol innan undir svo væri hægt að vera í undirkjól og skella á hann belti til að móta aðeins lögun hans – já það eru hellings möguleikar og ég er rosalega góð að réttlæta kaup eins og þið getið lesið á skrifum mínum…

Buxur: Seven Coated frá Vero Moda, virkilega fallegar buxur með fallegri glansáferð. Seven er ákveðið snið af buxum frá Vero Moda og er svakalega þægilegt. Þetta eru fyrstu Seven buxurnar mínar og ég er að fýla þær vel, þær sitja vel á líkamanum og áferðin er alveg æðislega flott. Það sem þarf þó að passa með þessar er að taka þær nógu þröngar því þær gefa vel eftir en það gildir svo sem um flestar svona buxur. Þessar klárast alltaf mjög hratt hjá okkur svo ég ákvað nú að ég yrði að fara að prófa þær til að skilja vinsældirnar – ég skildi vinsældirnar um leið og ég fór í buxurnar…!

Skór: Bianco, áttuð þið von á einhverju öðru… ;) Skórnir sjást því miður ekki nógu vel og ég gleymdi að plata Aðalstein til að taka nærmynd… En þetta eru þeir sömu og ég sýndi ykkur HÉR og ég skellti mér að sjálfsögðu í glimmersokka innanundir!

black3

Jakki: Vero Moda, þessi fíni og fallegi PU jakki er búinn að vera stjarnan í fataskápnum mínum síðan í september! Hann er svo fallegur og snilld að klæðast yfir svona léttar skyrtur en hann er nú ekki hlýr en samt alveg þannig að ég get nú verið svona útí búð að vinna í honum og svo hendi ég mér bara í úlpu yfir eða pels þegar ég fer út. Hann er nefninlega það þunnur að það er ekkert mál. En ég fæ mikið af spurningum um jakkann og hann er nú kominn aftur inní Vero Moda og það er enn eitthvað til af honum :) Jakkann sjáið þið líka HÉR.

Hálsmen: Petit, þetta dásamlega fallega hálsmen er ég með á hverjum degi, þetta hálsmen er með tveimur T-um á sem stendur að sjálfsögðu fyrir Tinni og Tumi. Synir mínir gáfu mér það í jólagjöf og mér þykir svo óendanlega vænt um það og gaman að eiga svona klassískt hálsmen sem gengur við allt sem er manni svona kært. Sérstaklega þegar maður er eins og ég sem þoli ekki að vera með of mikið glingur á mér.

Screen Shot 2016-02-03 at 3.13.19 PM

Í morgun fékk ég að farða þessa fallegu snót með vörum frá Maybelline og Real Techniques burstunum. Eins og þið kannist kannski við þá fer ég inní Verzlunarskóla Íslands á hverju ári og er með smá förðunarsýnikennslu. Í ár var engin undantekning og hátt í 300 stelpur sóttu fyrirlesturinn ef svo má kalla. Svo í lokinn gladdi ég nokkrar heppnar með glaðning og restina með góðum díl á spennandi vörum. Alveg svakalega skemmtilegt!

Myndin hér að ofan birtist inná Instagrami Vero Moda á Íslandi í morgun en ég sé um aðganginn þessa dagana og deili þar myndum úr lífi og starfi og að sjálfsögðu fullt af dressmyndum. Endilega fylgist með á @veromodaiceland.

black2

Í morgun þegar ég var að fara út þá var ég með smá samviskubit yfir því hvað ég var eitthvað dökkklædd en svo ákvað ég bara að hrista það af mér. Stundum þarf maður ekkert að vera litaglaður – svartur alklæðnaður er bara ansi töffaralegur í þessu veðri ;)

Erna Hrund

CK2 nýtt ilmvatn frá trendmerkinu mikla!

IlmirNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ilmvatnið sem ég skrifa hér um fékk ég sem gjöf. Færslan er ekki kostuð á neinn hátt og unnin af mínu eigin frumkvæði og allur texti er skrifaður af mér.

Það eru fá merki sem áttu jafn sterkt come back á síðasta ári eins og Calvin Klein. Það er greinilegt að merkið ákvað að fókusera á að ná til sín yngri hóp og það tókst svo sannarlega – held við getum alveg verið sammála um það. Ég sjálf heillaðist af merkinu og geng oftar en ekki með dásamlega fallega Calvin Klein tösku sem tekur allt vinnudótið mitt og meira til.

CK One er ilmur sem kom fyrst á markaðinn árið 1994, hugmyndin var að hanna ilmvatn sem myndi henta bæði körlum og konum. Síðan þá hefur CK One línan stækkað jafnt og þétt og orðið eitt af sterkustu bröndum í ilmvatnsheiminum. Þegar Calvin Klein kom hér sjálfur til að halda fyrirlestur á Hönnunarmars þá sagði hann frá því að hann notaði sjálfur upphaflega CK One ilminn.

En nú er komið a nýrri kynslóð – má ég kynna fyrir ykkur CK2!

ckii2

CK2 er líka unisex ilmur. Í gegnum tíðina hefur mér þótt CK One þá sérstaklega sumarútgáfurnar sem hafa komið síðustu ár meira fyrir karlmenn. Þeir hafa verið með svo sterkum spicy grunntónum að þeir hafa alla vega ekki hentað mér á meðan ég veit að konur sem vilja spicy ilmi hafa heillast af þeim. CK2 er ilmur sem ég nota og er búin að vera að nota, ég fékk litla prufu fyrir nokkrum vikum síðan og kláraði hana mjög hratt – vægast sagt.

Ilmurinn er mjög frískandi, hann er léttur og áferðafallegur og fellur vel við húðina. Ilminum er best líst sem viðarkenndum og mjúkum ilm sem er samt á sama tíma mjög frísklegur.

Toppnótur:
Wasabi, fjólulauf og mandarína.

Hjartað:
Rós, Orris rót og steinvölur

Grunnnótur:
Vetiver, reykelsi og sandelviður

ckii

Svo er það þetta glas, ég hef bara sjaldan séð jafn nýstárlegt glas, en það er hægt að setja ilminn svon á hvolf og það er líka hægt að láta glasið snúa hinssegin en þá hvílir ávali hluturinn í botninum. Glasið og ilmurinn sjálfur er glær til að leyfa honum að njóta sín sem mest. Glasið er líka hannað með það í huga að það sé minimalískt og tóni vel með ilminum og hugsuninni á bakvið ilminn sjálfan.

Ilmvatnið hefur nú þegar vakið athygli um heim allan og hér fyrir ofan sjáið þið nokkrar af þeim myndum sem eru nú merktar undir #ck2 inná Instagram. Ég þarf að drífa mig að bæta minni mynd við!

Ilmvatnið er fáanlegar frá og með deginum í dag og nú stendur yfir sérstök kynning á honum í Hagkaup Smáralind og Kringlu og en þar fylgir glæsilegur kaupauki með hverju keyptu glasi. Ég hvet ykkur endilega til að skoða þennan fallega ilm, hann er svo sannarlega glæsilegur í útliti, ilmurinn sjálfur er góður og hér er kominn unisex ilmur sem er að mínu skapi frá einu heitasta trendvörumerki í heiminum í dag.

CK One var trendilmur 10. áratugarins ætli þessi muni koma jafn sterkur inn fyrir þennan áratug…?

Erna Hrund

Sjö hlutir á sunnudegi

BiancoDiorFylgihlutirMACNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Hlutirnir sem ég skrifa hér um fékk ég ýmist sem gjöf eða keypti sjálf. Allt sem ég skrifa kemur frá mér sjálfri og er skrifað af einlægni og hreinskilni.

Hvað gerir maður á sunnudögum… Jú maður stillir upp hlutum og tekur mynd af þeim með dásamlega fallegu hringljósi – já mí kæru það verður allt fallegra með hringljósi – meirað segja ég!

En mér finnst einhvern vegin alltaf svo gaman að stilla upp fallegum hlutum og reyna að festa fallegar myndir af þeim á vélina. Ég er svona Instagram/Pinterest perri sem elskar að safna fallegum myndum af hlutum sem ég verð að reyna að ná að gera sjálf því mér finnst fátt skemmtilegra en að birta fallegar myndir hér á síðunni.

En svona ef þið voruð ekki búin að ná því þá eru myndirnar hér fyrir neðan uppstilltar – mjög uppstilltar ;)

sjosunn

Mig langaði að sameina á mynd hluti sem ég hef verið að nota undanfarið, hluti sem eru nýjir og ég ætla mér að nota á næstu dögum. Sjö hlutir á sunnudegi var líka bara svo flott upphaf á þessari færslu :)

Bambus úr Blómaval: þessi fallega bambusstöng hefur einkennt heimilið mitt frá því í nóvember. Upphaflega var hún keypt til að skreyta myndefni fyrir síðasta Reykjavík Makeup Journal á mynd með ilminum Bamboo frá Gucci. Síðan þá hefur stöngin fengið að vera inní elshúsglugga. Lífsseigara blóm hef ég aldrei vitað – það þarf ekkert að gera fyrir stöngina sem mér finnst svo falleg á litinn – tja nema skipta um vatn.

sjosunn3

Poison Girl frá Dior: Nýjasti ilmurinn í safninu er ný og spennandi útgáfa af Poison ilminum sem er ætlaður yngstu aðdáendum merkisins. Hypnotic Poison er einn af þekktustu ilmvötnum í heiminum og er idoliseraður af konum um allan heim. Poison Girl er glæsileg útgáfa af þessum tímalausa ilm, flaskan er sú sama, liturinn er nýr ásamt ilminum. Appelsína, rósir og tonka baun eru tónarnir sem eru mest áberandi í ilminum. Hann er dáldið súr svona við fyrsta þef en það er auðvitað appelsínan sem finnst fyrst þar sem hún er í topp ilmsins. Svo um leið og ilmurinn er búinn að fá að sitja á húðinni og jafna sig þá kemur þessi dásamlegi rósailmur í gegn í bland við Tonka baunina, vanillu og sandelvið sem er í grunninum. Grunnur ilmsins finnst mér alveg sérstaklega góður. Ilmurinn finnst mér mjög spennandi og nýmóðins og alveg í anda Dior! Nú er komið að því að heilla nýja kynslóð af þessu fallega merki og Poison Girl gerir það svo sannarlega.

Úr frá Daniel Weelington: Ég er alveg dolfallin fyrir þessu fallega úri sem ég hef að sjálfsögðu sýnt ykkur áður. Án þess að hljóma eins og biluð plata þá minni ég á afsláttarkóðann – reykjavik-fashion – sem gefur ykkur 15% afslátt af úrum á síðunni danielwellington.com. Ég er svo kát með mitt – fylgihlutur sem fullkomnar öll dress!

sjosunn6

Ellie Goulding vörur frá MAC: Ég er ekki búin að fá það staðfest hvort línan fari í sölu á Íslandi en ég fékk þó tvö sýnishorn af vörum úr þessari fallegu línu! Ég er auðvitað dolfallin af þessari fegurð ég bara elska Ellie Goulding og þegar hún mætir MAC – þá gerast töfrar!! Ég vona svo sannarlega að línan komi til landsins því ég þrái fleiri vörur úr línunni eins og Cream Color Base palletturnar og púðrið :D

Bleuette naglalakk úr vorlínu Dior: Ég setti þetta fallega lakk upp fyrir helgi, það færir mér svo sannarlega vorlegar neglur. Ég rifjaði það upp að fyrir tveim árum kom svona fallegt pastelblátt lakk í vorlúkkinu frá Dior það var þó mun blárra en þetta er með kaldari bláum lit og ljósara. Neglurnar verða sjúklega flottar og skemmtilegar – meira um það seinna.

sjosunn2

Ökklastígvél frá Bianco: Það skal þó engan furða að það hafi bæst nýir Bianco skór í ört stækkandi safnið nú fyrir helgi! Þessum er ég búin að klæðast hérna heima þar sem veðrið hefur kannski ekki boðið uppá svona skó og ég hef ekkert farið út um helgina… ;) Þá eru góð ráð dýr og maður reddar sér með því að dressa sig upp hér heima við! Mér finnst þessi svo falleg, þetta er leðurlíki en virkilega fallegt og af því eru þeir á mjög góðu verði eða 13.990kr. Ég elska sylgju detailið á hliðinni og litla gatið sem myndast þar. Ég sé fyrir mér að vera í fallegum sokkum innan undir eins og glimmersokkum sem munu gægjast útum þetta gat – er það ekki skothelt!

sjosunn7

Dásamlegir skór ekki satt… – held ég muni eiga voða gaman af því að skreyta þetta gat – klæðast skemmtilegum sokkum og sokkabuxum!

Mínir sjö hlutir á sunnudegi – vona að þið hafið haft gaman af. Njótið dagsins.

Erna Hrund

p.s. á morgun (mánudag) ætla ég að taka yfir Instagramið okkar í Vero Moda – endilega fylgist með á @veromodaiceland

Ný í fataskápnum

Annað DressNýtt í Fataskápnum

Í vinnunni í gær var mér litið yfir í Selected og sá þar glitta í alveg dásamlega fallega peysu sem fangaði athygli mína samstundis. Ég mátaði og ég keypti – hugsaði mig ekki tvisvar um!

Eitt af heitum ársins er að hætta að kaupa flíkur bara til að kaupa þær – það er sérstaklega erfitt þegar maður vinnur í fataverslun en ég sá það þegar ég fór vel yfir fataskápinn minn um daginn að ég er ágætlega vel sett þegar kemur að flíkum. Svo nú ætla ég aðeins betur að hugsa hvort ég eigi mögulega nokkuð svipað nú þegar áður en ég kaupi – sbr. þessar tæplega 50 skyrtur sem ég á inní skáp ;)

En peysan fallega er ólík öllu öðru sem ég á og þriðja flíkin sem ég kaupi á nýju ári – ágætlega góður árangur finnst mér, ég vinn í fatabúð og freistingar allt um kring svo ég er sátt þó einhverjir eflaust hristi hausinn… ;)

peysaselected peysaselected2 peysaselected3

Fyrir áhugasamar þá kostar peysan 19.590kr. Hún er virkilega falleg og hlý og mun sóma sér vel í fataskápnum. Svo gott að eiga eina svona til að henda yfir sig í vinnunni yfir einfalt dress.

Virkilega ánægð með þessi kaup!

Erna Hrund

Bobbi Brown glaðningur fyrir þig?

Bobbi BrownHúð

Færslan er ekki kostuð en Bobbi Brown á Íslandi gefur vörurnar sem eru í gjafaleiknum***

UPPFÆRT!

Þá er ég búin að draga út einn heppin sigurvegara sem fær þennan dásamlega glaðning. Ég þakka kærlega fyrir frábæra þáttöku, mér þykir alltaf jafn vænt um þáttökuna og alltaf jafn leiðinlegt að geta ekki glatt alla <3

Sigurvegarinn í þetta sinn er:

Screen Shot 2016-01-31 at 11.23.25 PM

Endilega hafðu samband við mig á ernahrund(hjá)trendnet.is til að vitja vinningsins.


EH

Þá er komið að fyrsta gjafaleik ársins og hann er svo sannarlega ekki af verri endanum. Í boði eru dásamlegar vörur sem næra húðina sem er nú nauðsynlegt á þessum árstíma. Í kuldanum tapar húðin okkar miklum raka og hún verður oftar en ekki voðalega líflaus svo nú gef ég raka og ég gef ljóma – þetta eru verðlaun mér að skapi!

Gjafaleikurinn er í samstarfi við Bobbi Brown á Íslandi en húðvörurnar frá dömunni eru alveg dásamlegar. Hún leggur mikið uppúr einföldum vörum sem virkar, fagurfræðin er alls ráðandi og vörurnar eru hver annarri fallegri. Ég fékk að velja vörurnar tvær sem eru í gjafaleiknum að þessu sinni.

bbleikur3

Illuminating Moisture Balm – Hér er á ferðinni dásamlegt krem sem ég prófaði og sagði ykkur frá á síðasta ári. Ég heillaðist samstundis af kreminu og það gerðu fleiri með mér því það seldist hratt upp. Það er nú komið aftur og nóg af þv! Kremið er mjög rakagefandi og það er með léttri ljómandi áferð. Kremið vinnur að því að gefa húðinni góðan raka og draga innri ljóma hennar fram á yfirborð. Það er dásamlegur grunnur undir farða og það gefur húðinni bara hinn fullkomna grunn – það er bara þannig! Endilega kíkið á færsluna sem ég hef áður skrifað um kremið HÉR.

Hydrating Eye Cream – Undursamlega létt og fallegt rakakrem sem er sérstaklega hannað til að nota í kringum augun. Kremið fyllir húðina af næringarríkum raka og gefur fallega áferð. Mér finnst augnsvæðið mitt alveg sérstaklega fallegt með þessu kremi og það gerir húðina bara svo fallega og hún tekur mun betur á móti förðunarvörum þegar húðin er vel rakanærð. Hér er engin virkni og því hentar kremið öllum en virkni kremsins felst helst í því að hún fyllir húðina af raka, dregur úr þrota, kælir og dregur þannig úr þreytu í kringum augnsvæðið og dökkum litum. Svo eru það bara þessar umbúðir þær eru bara dásamlegar.

Auk þessa krema sem eru í fullri stærð fylgir vinningnum lúxusprufa af hreinsiolíunni og tvær prufur af rakakreminu frá Bobbi Brown.

bbleikur2

Hvernig líst ykkur á – væri ekki einhver þarna úti til í að dekra við húðina sína með þessum fallegu vörum?

Þetta er svona einn típískur bloggleikur, það sem þið megið gera til að eiga kost á þessum fallega og veglega vinning er að:

1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á Like takkann hér fyrir neðan.
2. Fara inná Facebook síðu Bobbi Brown á Íslandi og smella á Like – síðuna finnið þið HÉR.
3. Setja athugasemd við þessa færslu með nafninu á þeirru vöru frá Bobbi Brown sem ykkur langar mest að prófa! Það þarf ekki að vera önnur hvor þessarar ;)

Mikið hlakka ég til að sjá þáttöku og gefa svo og gleðja*** Ég dreg úr leiknum um helgina!

Erna Hrund

Mig vantar svo ný gleraugu…

AuguLífið Mitt

Vissuð þið að ég er gleraugnaglámur…? Eða ég er reyndar meiri linsuglámur því ég hef nánast notað linsur á hverjum degi síðan ég var 16 ára og ég bara á ekki einu sinni gleraugu sem henta sæmu sjóninni minni (-5.5) – já ég er staurblind og mér finnst hún vera að versna. En nú verð ég að fara að gera eitthvað í þessu – þetta gengur eiginlega ekki lengur svo ég er í alveg svakalegum geraugnapælingum.

Ég hef ekki gengið með gleraugu í öll þessi 10 ár og er alltaf á leiðinni að kaupa mér gleraugu en klára það aldrei. Ég kíki reglulega inní gleraugnaverslanir en finnst ég aldrei getað fundið neitt sem passar mér og vantar svo svakalega að fá þjónustu við að velja og mér finnst ég bara því miður ekki alveg hafa fengið hana nógu góða á þeim stöðum sem ég hef farið á.

Svo mig langar að leita til ykkar, hvert er best að fara, hvar er besta þjónustan, gott úrval og sanngjarnt verð – þið eruð að lesa skrif manneskju sem hefur ekki keypt gleraugu í 10 ár, þetta er smá skammarlegt en á milli þess sem ég tek úr mér linsurnar labba ég því um heimilið staurblind, það er svo sem aðallega á næturnar sem ég sé ekkert – getið rétt ímyndað ykkur hvernig næturgjafirnar ganga hér á þessu heimili ;)

Endilega látið í ykkur heyra, ég tek fagnandi á móti allri þeirri hjálp sem er í boði!

Erna Hrund
gleraugnaglámur :)

Brúðargreiðslan

BrúðkaupHár

Mig langaði að deila með ykkur brúðargreiðslunni minni frá 2. janúar síðastliðnum. Ég hafði alltaf séð fyrir mér að hafa hárið uppsett, ég veit ekki hvað það var ég bara sá þetta alveg fyrir mér í hyllingum. Einu kröfurnar mínar voru þær að ég vildi hara messy bun. Svo daman fór á Pinterest og fann einhverjar myndir til að sýna henni Fíu minni sem reddar alltaf mínu hári.

brudarkrullur

Ég fór í prufugreiðslu í byrjun desember, tæpum mánuði fyrir brúðkaupið sem var held ég bara mjög passlegt hjá okkur. Ég hvet ykkur til að vera ekki of stressaðar í prufunum, sjálfri finnst mér ekki gott að taka prufuförðun nema í mesta lagi 3 vikum fyrir stóra daginn, en ég er voðalega róleg yfir öllu svona svo sem sem mínar brúðir geta frætt ykkur um. En þó verður maður að passa að manni líði sjálfum vel við fyrirkomulagið.

Fía var búin að klippa mig aðeins áður en prufugreiðslan fór fram, við ákváðum að hún myndi bara klippa það í hæfilega sídd sem myndi henta vel uppsettri hárgreiðslu. Hún notaði í mig nýja Rod 10 járnið frá hh Simonsen og það var alveg ást við fyrstu sýn hjá mér.

Hér sjáið þið hárið krullað með Rod 10 járninu og svo greiðsluna sjálfa…

trendkrullur

Það sem mér finnst svo ofboðslega skemmtilegt við þetta krullujárn er áferðin sem hárið fær, þær eru svo óreglulegar og skemmtilegar að hárið verður svo svakalega frizzy og mér finnst eiginlega eins og hárið mitt sé bara eins og þegar ég var nýkomin úr permanenti. Ég var smá hrædd við járnið fyrst, bara af því ég hugsaði úff ég á aldrei eftir að komast uppá lagið með þetta – svo prófaði ég mig bara áfram með það þegar ég eignaðist sjálf og komst að því að þetta er leikur einn.

Þegar Fía var búin að krulla mig setti hún svo að sjálfsögðu góða lyftingu í hárið. Ég var hrikalega ánægð með mig, ég vildi engan svona svakalegan strúktúr þetta átti bara að vera svona messy, með smá lausum lokkum og alveg þannig að það mátti svona aðeins losna þegar leið á kvöldið sem svo sannarlega gerðist þegar komið var að dansinum – vá hvað þetta var gaman!!!

trendkrullur2

Krullujárnið eignaðist ég svo sjálf fyrir jól, ég fékk það að gjöf frá Bpro heildsölunni sem flytur þau inn. Ég notaði járnið fyrir öll boð yfir hátíðirnar og svo var það að sjálfsögðu tekið fram á brúðkaupsdaginn. Ég var nú svona svakalega heppin að eiga járnið til því eitthvað fór á mis hjá henni Fíu minni og hún gat ekki verið með járnið sitt. Þá dreif ég mitt fram og hún gerði þessa glæsilegu greiðslu hér að ofan í mig.

Járnið kom í alveg svakalega flottum pakkningum sem voru skreyttar af glæsilegum myndum eftir fyrrum Trendnet dömuna hana Theodóru Mjöll – virkilega flott og ef þið viljið læra meira á þetta járn kíkið endilega á sýnikennslumyndbandið hennar HÉR.

Ef ykkur vantar hársnilling hvort sem það er í lit & klipp eða í brúðargreiðslu þá fær hún Fía mín mín allra bestu meðmæli, þið finnið hana á stofunni 101 Hárhönnun á Skólavörðustígnum – svo ég gefi henni enn frekari meðmæli þá er ég ekki eini Trendnet-ingurinn sem hún sér um hárið hjá :)

Ég held svo áfram að lauma nokkrum góðum færslum tengdum brúðkaupinu, mikið vona ég að þið hafið gaman af!

Erna Hrund

p.s. fyrir áhugasama þá fæst Rod 10 járnið t.d. á stofunni hennar Fíu – 101 Hárhönnun.

7948 hjörtu á Instagram!

Makeup ArtistReal Techniques

Eins og samviskusömum förðunarfræðing sæmir þá ákvað ég í gærkvöldi að fara vel yfir alla burstana mína. Ég hafði fengið beiðni inná Snapchat að sýna Real Techniques burstana og nýtti tækifærið til að fara yfir þá og hreinsa þá sem þurfti að hreinsa. Ég stóðst ekki mátið þegar ég horfði á alla þessa fallegu bursta svona vel upp raðaða og smellti af mynd – þetta er bara aðeins of fallegt!

Screen Shot 2016-01-24 at 4.13.29 PM

Þegar maður gerir svona fallegt er venjan að deila því að sjálfsögðu á alla mögulega samfélagsmiðla eins og sönnum samfélagsmiðlaráðgjafa sæmir! Stuttu seinna fór síminn á fullt, allt í einu hrönnuðust like-in inn og fullt af nýjum fylgjendum – ég ákvað að kíkja og sjá hvað hafði nú eiginlega gerst. Ég veit að myndin er falleg en kommon þetta var ekki eðlilegt!

Hvað haldið þið að hafi gerst…. Ég æpti af gleði og venjulegt laugardagskvöld þar sem ég lá uppí sófa með Lion Bar í náttbuxunum varð allt í einu stórmerkilegt!!!

Screen Shot 2016-01-24 at 4.12.43 PM

Nixiepixie – Nic Champan – Nicola Haste – hún regrammaði myndina mína mér til svo mikillar gleði. Ég hef aldrei vitað annað eins magn af like-um þetta er svakalegt. Mikið vona ég að hún sé nú ekki með stillt að fá notification á Instagram – annars væri síminn hennar eflaust alltaf batteríslaus. Fyrir ykkur sem ekki vitið hver daman er þá er hún annar helmingur Poxiwoo systranna sem eru með eina vinsælustu Youtube rásina og þær hanna einnig Real Techniques burstana saman.

Já það borgar sig svo sannarlega að hugsa vel um burstana sína, hreinsa þá samviskusamlega og passa að láta alla vita af því – þá gæti nefninlega eitt af idolunum þínum í förðunarheiminum tekið sig til og regrammað myndina þína og já gert einfalt laugardagskvöld svona dásamlega skemmtilegt!

Erna Hrund

p.s. ef þið viljið fylgja mér á Instagram – finnið þið mig undir @ernahrund

Fylgihlutirnir mínir

FallegtFylgihlutir

Dags daglega er ég ekki mikið fyrir að vera með skart á mér – satt best að segja er ég reyndar alls engin skart manneskja en ég hef svona komið mér upp nokkrum klassískum fylgihlutum sem ég nota alltaf. Fylgihlutum sem eru mér kærir og eru bara ofboðslega klassískir og stílhreinir.

dwur

Giftingahringurinn er auðvitað einn af þeim nýrri, ég skipti trúlofunarhringnum út fyrir þennan glæsilega grip sem við hjónin settum upp fyrir þremur vikum síðan. Við vildum bæði bara voða klassískan hring og fengum okkar hjá gullsmiði hér í hverfinu.

dwur4

Úrið mitt frá Daniel Wellington er svo komið og það fór beint á úlnliðinn hjá mér. Úrið hafði verið lengi á óskalistanum, ég valdi mér svarta leðuról og gyllt úr svo það myndi nú smellpassa líka við giftingahringinn. Mikið er ég ánægð með þetta fallega úr sem ég hef fengið mikið af hrósum fyrir undanfarið. Þetta nota ég líka mjög oft utan yfir ermar til að sýna það nú vel, sérstaklega þegar ég er í svona kósý flíkum að ofan finnst mér gaman að brjóta þær upp með úrinu. Úrið fékk ég að gjöf frá Daniel Wellington.

Hálsmenið er mér svo mjög kært. Hér eru stafir sona minna – Tinna og Tuma – hálsmenið fékk ég í jólagjöf frá strákunum en ég hafði hvíslað að pabba þeirra að mig langaði voða mikið í svona. Hálsmenin fást hjá henni Linneu minni í Petit.is og þau eru svo sannarlega stíhrein og falleg. Ég var með þetta á brúðkaupsdaginn til að hafa hluta af strákunum okkar hjá mér. Það var svo mikið ekki ég að vera með einhverja skartgripi á brúðkaupsdaginn, ég keypti meirað segja eyrnalokka fyrir daginn og setti upp þegar ég var komin í kjólinn, eitthvað sem ég hef ekki gert í mörg ár. En það var bara svo mikið ekki ég svo ég reif þá úr stuttu fyrir athöfnina… ;)

dwur7

Ef ykkur langar í svona fallegt Daniel Wellington úr þá endilega nýtið ykkur afsláttarkóðann minn – reykjavik-fashion – sem gildir út 29. febrúar sem veitir 15% afslátt af öllum vörum á heimasíðu úranna – danielwellington.com!

Þeir eru nú ekki fleiri fylgihlutirnir mínir, ég er voðalega einföld í vali á þeim. Ég held oft að ég hafi bara svona klárað minn skammt af skartnotkun á menntaskólaárunum. Nú kýs ég bara voða einfalda hluti.

Ein svona ljúf sunnudagsfærsla – vona að þið eigið yndislegan dag!

Erna Hrund

Nýtt lúkk á Snapchat!

Makeup ArtistMaybelline

Ég hafði nú ekki hugsað mér að spamma síðuna mína hér þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt inná Snapchat aðganginum mínum en ég bara svo svakalega ánægð með þetta lúkk að mig langar að deila því með ykkur. Næsta sólarhringinn eða sirka næstu 23 tímana getið þið séð hvernig ég fer að því að gera lúkkið sem þið sjáið hér neðar inná Snapchat aðganginum mínum —> ernahrundrfj <—

Mér þætti ofboðslega vænt um ef þið vilduð adda mér, ég er nú ekkert að gera lúkk á hverjum degi en ég reyni að gera eitthvað skemmtilegt og sýni svona lífið mitt – það er ekki bara makeup líka bara alls konar skemmtilegt. Þar reyni ég líka að segja mikið frá nýjum og spennandi vörum miklu meira en ég næ að gera hér inná síðunni.

maybsnapp2

Hér sjáið þið pallettuna sem ég notaði sem heitir Rock Nudes og er frá Maybelline. Hún er því miður ekki fáanleg á Íslandi. En það eru þó tvær aðrar pallettur sem ég er svakalega ánægð með og ég mæli 150% með þessum fallegu augnskuggum :)

maybsnapp

Smá þrívídd á augunum þökk sé Fix+ frá MAC – en ekki hvað :)

maybsnapp3

Smá Zoolander – þegar maður er einn heima að tala við sjálfan sig í símann þá dettur maður óneitanlega oft í svona fjör… :)

maybsnapp4

Eigið gleðilegan föstudag – sjáumst á Snapchat!

Erna Hrund