fbpx

7948 hjörtu á Instagram!

Makeup ArtistReal Techniques

Eins og samviskusömum förðunarfræðing sæmir þá ákvað ég í gærkvöldi að fara vel yfir alla burstana mína. Ég hafði fengið beiðni inná Snapchat að sýna Real Techniques burstana og nýtti tækifærið til að fara yfir þá og hreinsa þá sem þurfti að hreinsa. Ég stóðst ekki mátið þegar ég horfði á alla þessa fallegu bursta svona vel upp raðaða og smellti af mynd – þetta er bara aðeins of fallegt!

Screen Shot 2016-01-24 at 4.13.29 PM

Þegar maður gerir svona fallegt er venjan að deila því að sjálfsögðu á alla mögulega samfélagsmiðla eins og sönnum samfélagsmiðlaráðgjafa sæmir! Stuttu seinna fór síminn á fullt, allt í einu hrönnuðust like-in inn og fullt af nýjum fylgjendum – ég ákvað að kíkja og sjá hvað hafði nú eiginlega gerst. Ég veit að myndin er falleg en kommon þetta var ekki eðlilegt!

Hvað haldið þið að hafi gerst…. Ég æpti af gleði og venjulegt laugardagskvöld þar sem ég lá uppí sófa með Lion Bar í náttbuxunum varð allt í einu stórmerkilegt!!!

Screen Shot 2016-01-24 at 4.12.43 PM

Nixiepixie – Nic Champan – Nicola Haste – hún regrammaði myndina mína mér til svo mikillar gleði. Ég hef aldrei vitað annað eins magn af like-um þetta er svakalegt. Mikið vona ég að hún sé nú ekki með stillt að fá notification á Instagram – annars væri síminn hennar eflaust alltaf batteríslaus. Fyrir ykkur sem ekki vitið hver daman er þá er hún annar helmingur Poxiwoo systranna sem eru með eina vinsælustu Youtube rásina og þær hanna einnig Real Techniques burstana saman.

Já það borgar sig svo sannarlega að hugsa vel um burstana sína, hreinsa þá samviskusamlega og passa að láta alla vita af því – þá gæti nefninlega eitt af idolunum þínum í förðunarheiminum tekið sig til og regrammað myndina þína og já gert einfalt laugardagskvöld svona dásamlega skemmtilegt!

Erna Hrund

p.s. ef þið viljið fylgja mér á Instagram – finnið þið mig undir @ernahrund

Fylgihlutirnir mínir

Skrifa Innlegg