fbpx

Nýtt lúkk á Snapchat!

Makeup ArtistMaybelline

Ég hafði nú ekki hugsað mér að spamma síðuna mína hér þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt inná Snapchat aðganginum mínum en ég bara svo svakalega ánægð með þetta lúkk að mig langar að deila því með ykkur. Næsta sólarhringinn eða sirka næstu 23 tímana getið þið séð hvernig ég fer að því að gera lúkkið sem þið sjáið hér neðar inná Snapchat aðganginum mínum —> ernahrundrfj <—

Mér þætti ofboðslega vænt um ef þið vilduð adda mér, ég er nú ekkert að gera lúkk á hverjum degi en ég reyni að gera eitthvað skemmtilegt og sýni svona lífið mitt – það er ekki bara makeup líka bara alls konar skemmtilegt. Þar reyni ég líka að segja mikið frá nýjum og spennandi vörum miklu meira en ég næ að gera hér inná síðunni.

maybsnapp2

Hér sjáið þið pallettuna sem ég notaði sem heitir Rock Nudes og er frá Maybelline. Hún er því miður ekki fáanleg á Íslandi. En það eru þó tvær aðrar pallettur sem ég er svakalega ánægð með og ég mæli 150% með þessum fallegu augnskuggum :)

maybsnapp

Smá þrívídd á augunum þökk sé Fix+ frá MAC – en ekki hvað :)

maybsnapp3

Smá Zoolander – þegar maður er einn heima að tala við sjálfan sig í símann þá dettur maður óneitanlega oft í svona fjör… :)

maybsnapp4

Eigið gleðilegan föstudag – sjáumst á Snapchat!

Erna Hrund

Lúxusvarir ♡

Skrifa Innlegg