Það fór vonandi ekki framhjá ykkur að á morgun er markaður Trendnets á KEX á milli kl.12-18.
Ég ætlaði mér nú alls ekki að vera með en þurfti bara rétt að líta inn í geymsluna til að átta mig á að ég á alltof mikið af hlutum.
Hér er bara pínlítið brot af heildinni. T.d. HAY púðinn (hef verið beðin 3x um að selja hann fyrir markaðinn, p.s. hann verður augljóslega ekki á slikk), Tam Tam silfurkollur, 5 arma viðarkertastjaki, SKULL handklæði (ónotað), 2X mjög flott sturtuhengi frá H&M, er einnig með 2x kögurhengi eins og sést á einni myndinni (enn í pakkanum). Og svo Buffaló hauskúpan mín sem ég sel á það sama og ég keypti hana á í sumar, 20 þús.
Svo má líka nefna bleiku Karlsson eldhúsklukkuna mína, Hoch die Tassen glös eftir Hrafnkel Birgisson, myndir á veggi, glös, vasa og margt fleira!
Einnig verð eg með um 40 skópör (nota númer 39) og föt líka, þar má nefna pels, hvíta aðsniðna Nike úlpu, leðurpeysur og annað fínerí. Fötin eru án gríns í stærðum 36-42, haha. En öll vel með farin og flott:)
Sjáumst vonandi á morgun
-Svana
Skrifa Innlegg