Danska keramíkfyrirtækið Kähler hefur verið sérstaklega áberandi undanfarið ár og hafa t.d. Omaggio vasarnir frá þeim sést í nánast hverju einasta skandinavíska innanhússblaði á árinu. Þrátt fyrir að sumir séu aðeins nýlega farnir að kannast við merkið þá á Kähler sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1839! Þeir eru algjörlega fremstir í flokki þegar kemur að dönsku keramíki og framleiða m.a. vasa, diska, skálar og kertastjaka, og hafa sumar eldri vörurnar þeirra mikið söfnunargildi.
Ég tók saman nokkrar af mínum uppáhalds Kähler vörum,
Það er ekki annað hægt en að byrja á Omaggio vasanum sjálfum, hann er framleiddur í mörgum litum þó að svart hvíti höfði mest til mín!
Omaggio línan inniheldur líka m.a. diska og skálar.
Cono línan er næst í röðinni, virkilega formfagrir hlutir með mikinn karakter.
Efst á óskalistanum eru þó Bello krukkurnar sem sjá má hér að neðan, þær koma í nokkrum stærðum og koma einnig í ótrúlega fallegri litasamsetningu. Þessi stóra er algjör draumur í dós.Fiducia segulvasinn sem Louise Campell hannaði fyrir Kähler er mjög skemmtileg hönnun, vasarnir tengjast saman með segul og því hægt að tengja marga saman.
Og síðast en ekki síst þá er það Ora klukkan sem er að sjálfsögðu líka úr keramík, gullfalleg og mínimalísk, ég gæti vel hugsað mér eina slíka í eldhúsið mitt.
Falleg dönsk hönnun!
Ég var að íhuga að hafa “klassísk hönnun” sem fastan lið á blogginu… mér finnst oft gefa hlutunum meira gildi að vita smá sögu á bakvið þá.. að þetta sé ekki bara enn ein fjöldaframleidda varan:)
Fyrir áhugasama þá fæst Kähler í versluninni Hrím.
Skrifa Innlegg