Ég fékk skemmtilega fyrirspurn í tölvupósti í vikunni og var beðin að taka þátt í leynivinaleik hjá fyrirtæki út í bæ. Ég er ekki viss um að ég megi gefa upp hver það var sem kom með bónina, en leynivinurinn er Ragnheiður Pétursdóttir og er lögfræðingur hjá Árnason Faktor (ráðgjafafyrirtæki á sviði hugverkaréttinda). Hún er að fara að gifta sig í sumar og henni dreymir um Tom Dixon koparljósið en hefur ekki komið sér í að kaupa það enn.
Ég var beðin um að taka saman nokkur flott ljós á góðu verði, það læddist reyndar eitt dýrt með (PH5 ljósið sem mig dreymir um), ásamt upprunarlega koparljósinu sem hannað er af Tom Dixon. Ég vona að þetta gefi ykkur hugmyndir, ég er reyndar alveg ljósaóð og hefði getað sett saman margar svona myndir:)
Ef talið er frá vinstri í efri röð eru þetta: Moth ljós sem fæst í íslensku netversluninni Krúnk Living: 11.900 kr. / Midsummer eftir Tord Boontje fæst m.a. hjá connox.com u.þ.b. 16.000 kr. / PH5 eftir Poul Henningsen, Epal. / Ikea svart ljós 22.990 kr. / Koparljós frá Ilva, 18.995 kr. / NORM69 frá Normann Copenhagen 20.800 kr / 24.200 kr./ Svart ljós frá Ikea, 2.990 kr. / Tom Dixon koparljós, 88.000 kr. Lúmex. / Myntugrænt Moth ljós frá Krúnk Living: 11.990 kr. / Garland eftir Tom Dixon, Habitat 4.820 kr. / Frandsen koparljós fæst m.a. HÉR á u.þ.b. 18.000 kr.
Skrifa Innlegg