fbpx

NORTHERN DELIGHTS

Fyrir heimiliðUmfjöllun

Ég er alveg einstaklega spennt fyrir þessari bók sem Gestalten var að gefa út með Emmu Fexeus, ég fletti í gegnum hana í gær og get svo sannarlega mælt með henni fyrir hvert heimili. Þetta er þó reyndar flest allt áður birtar myndir, margar hafa gengið á milli í bloggheiminum en núna hafa þær verið teknar saman í eina þykka og veglega bók. Munurinn á bókinni og blogginu hennar Emmu segir hún þá helst vera að hún hafi þurft að bæta nokkrum litríkari heimilum við til að ná til víðari lesendahóps, en hennar stíll er meira grátóna. Einnig bloggar hún aldrei um vörur, en í bókinni má finna umfjöllun um nokkrar vel valdar skandinavískar hönnunarvörur.

 

Í lok hittingsins á laugardaginn var haldið smá “happdrætti” og hún Ólöf Jakobína var sú heppna af bloggurunum og fékk áritað eintak af bókinni Northern Delights.

-Þá er HönnunarMars búinn og ég á skilið slökun. Ég byrjaði daginn eldsnemma og kvaddi Emmu, fór þaðan og hitti Anders Färdig eiganda og stofnanda Design House Stockholm, dró svo Andrés á nokkrar sýningar og endaði á því að sofna í boði hjá tengdó.

HOME

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Tanja Dögg

    18. March 2013

    Mikið langar mig að kíkja í þessa bók! Vonandi kemur hún sem fyrst til landsins :-)