fbpx

UPPÁHALDS JÓLAILMKERTIN MÍN

Jól

Hver elskar ekki góð ilmkerti og að fylla heimilið ljúfum angan og þá sérstaklega núna um jólin. Ég held mikið upp á kryddaða ilmi og hef því prófað ófá jólailmkertin þar sem þau eiga það flest sameiginlegt að vera með ilm af t.d. kanil eða furu og öðru sem minnir okkur á jólin. Að kveikja á jólailmkerti er fastur partur af mínum jólum og hér tók ég saman mín uppáhalds þessa stundina, ég elska þó líka að uppgötva nýja ilmi svo endilega látið mig vita ef ég er að missa af einhverju dásamlegu jólailmkerti!

Dagatalakertið frá Ferm Living er æðislegt, ég er með kveikt á því í þessum skrifuðu orðum og heimilið ilmar eins og ég hafi verið að baka mmm. Fæst í Epal.

Gleðileg Jól ilmkertið frá URÐ er fastur partur af mínum jólum, ég er einnig þessa stundina með jólahandsápuna þeirra á baðherberginu sem ilmar alveg eins og ilmkertið og það er því extra ljúft að þvo hendurnar í desember. Fæst m.a. í Dimm og Epal.

Pine Tree frá Remoair er nýjasta uppgötvunin, ég ætlaði ekki að geta lagt það frá mér og með nefið nánast ofan í þar sem mér þótti ilmurinn svo ótrúlega spennandi. Ilmurinn var einnig fáanlegur sem sprey til að spreyja ekta furuilmi á gervijólatréð – elska þá hugmynd! Pine Tree var eitt af tveimur jólailmum frá Remoair í Dimm og ég gat varla valið á milli, báðir voru alveg einstaklega góðir. Mæli með!

Hvað er þitt uppáhalds jólailmkerti?

JÓLAÓSKALISTINN HENNAR SÖRU Í PÓLEY

Skrifa Innlegg