fbpx

FALLEGUSTU “JÓLA”STJÖRNURNAR ÁR EFTIR ÁR

JólKlassíkSamstarf

Er nokkuð of snemmt að deila með ykkur smá jólainnblæstri – það eru jú ekki nema 3 mánuðir til jóla og enn styttra þangað til ég fæ jólin á heilann. Að þessu sinni langar mig til þess að deila með ykkur myndum úr smiðju sænska hönnunarmerkisins Watt&Veke þar sem klassísku pappírstjörnurnar þeirra stela senunni. En stjörnurnar eru ekki aðeins jólaskraut að mínu mati, heldur mætti frekar kalla þær vetrarskraut sem mættu svo sannarlega prýða heimilið yfir dimmustu mánuði ársins.

Það er gaman að segja ykkur frá því að núna er hafin forsala með afslætti á þessum einstöku og handgerðu pappírsstjörnum hjá Dimm.

Smelltu hér til að sjá úrvalið í vefverslun Dimm.

Ég á nú orðið þrjár stjörnur sem ég set upp þegar líða fer á veturinn og þær fá að standa fram í janúar ♡

LJÚFFENGAR SYKURLAUSAR MÖFFINS FYLLTAR MEÐ SÚKKULAÐISMJÖRI

Skrifa Innlegg