fbpx

LATELY & FULLT HEIMILI AF FALLEGUM BLÓMUM

Persónulegt

Skyndilega fylltist allt heimilið mitt af blómum en í gær mætti heim til mín sendill með stærðarinnar kassa sem innihélt eina fallegustu blómaskreytingu sem ég hef séð. Ofan á blómunum voru nýju Essie sumarlitirnir en kassinn var gjöf frá Beutyklúbbnum og Ernu Hrund, vinkonu og vörumerkjastjóra Essie á Íslandi. Blómakassinn fékk að njóta sín í gær á stofuborðinu en í dag skipti ég honum út fyrir skál sem færir blómunum vonandi meira vatn og ögn lengri líftíma. Blómaskreytingin er alveg dásamleg og æðisleg gjafahugmynd sem mætti klárlega vinna meira með. Minnti mig örlítið á blómaskreytingar sem ég hef séð bregða fyrir hjá Kim Kardashian (haha) en Eva Ruza blómaskreytir (og athafnarkona) hjá Ísblóm þaðan sem blómin koma sagði það einmitt hafa verið innblásturinn!

Svona mætti stofan mín vera alla daga, öll út í blómum! Þarna má einnig sjá glitta í skápinn sem ég hef verið að vinna í. Skal sýna ykkur útkomuna á næstu dögum, viðurkenni að ég ætlaði að vera búin að því en hef tekið mér heila viku (!) í að búa til “reels” video af ferlinu sem hefur greinilega ekki gengið betur en það að ég er enn eftir að sýna útkomuna haha.

Beautyklúbbinn finnið þið HÉR á instagram. 

Blómaskál full af vatni og blómum sem röðuð eru á oasis frauð. Æðisleg borðskreyting!

Talandi um blóm en núna er ég einnig með þrjá blómvendi frá Blómstu blómaáskrift og sá elsti er meira en mánaðargamall og lifir enn. Hér má svo sjá nýjasta heimilisilminn í safnið en hann er frá vinkonu minni í Ramba store en þessi er algjört æði “Vanilla Black“.

Og þetta plakat loksins komin úr innrömmun en ég fékk það í gjöf frá Kristni Má Pálmasyni listmálara í vinnustofuheimsókn til hans fyrir jólin 2019. Er bálskotin í því en á enn eftir að finna því góðan stað.

Draumaflíkur sem ég festi á filmu hjá Andreu í vikunni.

Það hafa verið nokkrar heimsóknirnar hingað undanfarið en eins og þið hafið lesið hjá Andreu þá opnar bráðum fallegasta skóverslun Hafnarfjarðar (mín orð en ekki hennar…) Get ekki beðið eftir að næla mér í nýtt par, er nefnilega þegar með augun á tveimur geggjuðum! Halló nýjir strigaskór fyrir sumarið en sjá má að mínir eru orðnir þreyttir haha, og svo æðislega bleika spariskó!

Sjá þessar tvær ♡

Talandi um skóbúðina en þessi mynd var tekin fyrr í dag í fyrsta hjólatúr sumarsins en hjólið mitt passar aldeilis vel við litaþema skóbúðarinnar sem er bleikt himnaríki fyrir mig.

Eigið góða helgi kæru lesendur. P.s. ég kem svo enn sterkari til leiks eftir eina viku þegar ég fæ manninn minn í fæðingarorlof með mér og get þá farið að sinna (og svara) allskyns skemmtilegheitum og blogga meira sem er mitt uppáhalds áhugamál ♡

FYRIR & EFTIR HJÁ BLOGGARANUM JÓNU MARÍU

Skrifa Innlegg