Fyrir nokkru síðan fékk ég í gjöf fallega lyklakippu hannaða af Hlín Reykdal fyrir Tilveru. Samtökin standa mér nærri og hef ég fylgst með starfsemi þeirra í nokkur ár í gegnum aðila sem eru náin mér.
Tilvera, samtök um ófrjósemi, stendur fyrir vitundarvakningu um ófrjósemi dagana 26. febrúar – 3. mars sem nefnist 1 af 6 en áætlað er að einn af hverjum sex glími við ófrjósemi. Markmið vitundarvakningarinnar er að vekja athygli á ófrjósemi og þeim sorgum og sigrum sem fólk gengur í gegnum þegar það þarf að nýta sér aðstoð tækninnar til að eignast barn. Ófrjósemi er skilgreint sem sjúkdómur sem þungt er að bera í hljóði og vill Tilvera opna umræðu og auka skilning í þjóðfélaginu.
Síðastliðið haust stofnaði stjórn Tilveru styrktarsjóð en í þann sjóð fer öll sala af lyklakippu sem Hlín Reykdal hannaði fyrir samtökin og er tilgangur styrktarsjóðsins að styrkja árlega nokkra félagsmenn vegna kostnaðar við óniðurgreiddar glasameðferðir. Lyklakippan kostar 3.500 kr.
Fallegt málefni sem ég hvet ykkur til að styrkja – sjá nánar hér ♡
Skrifa Innlegg