fbpx

NÝTT FRÁ BY LASSEN: LOLO

HönnunKlassík

Það þarf vart að kynna Kubus kertastjakann enda ein allra vinsælasta Skandinavíska hönnunin sem finna má víða á íslenskum heimilum. Kubus kertastjakann hannaði arkitektinn Mogens Lassen upphaflega árið 1962. Síðan þá hefur Kubus línan frá by Lassen stækkað og fást nú kertastjakar í mörgum stærðum ásamt Kubus skálum.

Núna bætist hinsvegar við í fyrsta sinn blómavasi sem ber heitið LOLO.

Hver er LOLO?

Lolo vasinn var upphaflega hannaður árið 2014 af Søren Lassen og er kynntur til sögunnar núna í tilefni af 10 ára afmæli by Lassen 2018.

LOLO smellpassar í Kubus línuna með formfegurð sinni og einföldum línum. Það hefur verið vinsælt að para saman nokkrum vörum úr línunni eins og klassíska stjakanum ásamt skál og enn aðrir eiga kertastjakann í öllum stærðum. Eins og Mogens Lassen sagði :

“Everything must go toghether – nothing is random”

By Lassen gaf út á dögunum nýjan bækling þar sem sjá má vöruúrvalið þeirra og ég má til með að deila með ykkur nokkrum myndum sem allar eru mjög glæsilegar.

Húsgagnalínan þeirra er virkilega falleg þó flestir kannist eingöngu við Kubus, en Frame hillurkerfið er einnig mjög flott ásamt Twin borðunum.

Myndir via Bylassen.com 

Hvernig lýst ykkur á LOLO? Haldið þið að blómavasinn eigi eftir að ná jafn miklum vinsældum og Kubus kertastjakinn?

Ykkur er velkomið að fylgjast með á instagram @svana.svartahvitu og á Snapchat @svartahvitu

BLEIKI SÓFINN MINN & DIY

Skrifa Innlegg