Ivar skáparnir frá Ikea eru klassík en Ivar línan er þó miklu meira en bara þessir skápar sem við sjáum oftar, Ivar er nefnilega heilt hillukerfi þar sem hægt er að raða saman og bæta við hillum og skápum á óteljandi máta bæði upp og til hliðanna. Skáparnir hafa orðið æ meira áberandi undanfarið þrátt fyrir að vera vissulega ekki nýjung frá Ikea en einir og sér eru þeir mjög smart á meðan að hillurnar úr sömu línu eru ekki mikil stofuprýði að mínu mati (fínar í geymsluna). Besta skáparnir virðast fá meiri athygli hér á landi og þekkjum við þá líklega flest öll enda ótrúlega vinsælir skápar sem koma í nokkrum útgáfum á meðan að Ivar kemur aðeins í gegnheilli og ómeðhöndlaðri furu sem gæti verið ástæða þess að fleiri kjósi fyrri kostinn. Það tekur þó ekki langan tíma að finna nokkrar flottar myndir sem sýna Ivar í nýju ljósi – málaðann og ég er heilluð!
Hér má sjá skápinn í sinni upprunalegu mynd, ég er reyndar mjög hrifin af honum svona náttúrulegum og ljósum. En með tíð og tíma þá gulnar furan svona ómeðhöndluð.
Ég er hrifnust af þeim upphengdum en ekki á fótum,
Hrifnust er ég af Ivar svartmáluðum, ég gæti vel hugsað mér að skipta út mínum Besta skenk fyrir einn svona!
Ein í mynd í lokin sem er í uppáhaldi af Besta skápum, en það er uppstillingin sem heillar mest ásamt ljósunum sem eru æði!
Myndir 1 / 2 / 3 / 4 / 5 / 6 / 7 / 8
Skrifa Innlegg