fbpx

PALLÍETTUR & HLÉBARÐAR

Persónulegt

Ef það er eitthvað sem ég get ekki fengið nóg af burtséð frá öllum trendum þá eru það pallíettur og hlébarðamynstur og á það bæði við heimilið og fataskápinn minn. Í rauninni held ég að helmingurinn af fataskápnum mínum samanstandi einmitt af þessu tvennu þó svo að ég sé ekki klædd eins og diskókúla alla daga en þá eru miklar líkur á að hitta mig einn daginn í flík með hlébarðamynstri hvort sem það séu sokkarnir, peysan, trefill eða yfirhöfn. Ég var reyndar að fletta upp í nýjasta tölublaði Glamour og sá að þessa stundina er ég í tísku en það er ekki svo langt síðan ég hefði ekki þótt jafn töff en það er líka í fínu lagi. Ég mun klæða mig svona þangað til ég verð níræð:)

Í vikunni skipti ég út tveimur pallíettupúðum í sófanum og setti á þá ný áklæði sem systir mín færði mér frá útlöndum, þessir nýju eru með enn fleiri og stærri pallíettum sem þýðir bara eitt, enn fleiri og stærri ljósdoppur sem endurkastast á veggi og loft. Stofan verður svo falleg þegar að sólin skín á þá að ég á ekki til orð.

Ég tók nokkrar myndir í morgun af þessari fegurð til að deila með ykkur ♡

14360275_10155223299803332_70940923_o 14408191_10155223298698332_1781644677_o 14408382_10155223300518332_161099831_o 14423870_10155223300748332_2123187986_o14375130_10155223299198332_1068732684_o

Instagram: svana.svartahvitu // Snapchat: svartahvitu

Hlébarðapúðar eru næstir á listanum mínum en ég ætla að panta þá þegar ég fer til Boston í vetur. Ég hef því miður ekki rekist á pallíettupúða í verslunum hér heima en það er mikið úrval á netinu ásamt því að þeir detta reglulega inn á H&M home þaðan sem mínir fyrri voru. Fínt ekki satt?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á ÓSKALISTANUM: PANTHELLA MINI

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Bryndís

    19. September 2016

    Þessi planta, sem hengur, er æðisleg! Hvar fékkstu pottinn og hvernig læturðu hann hanga :) ? Er þetta límkrókur eða boraður í loftið?

    • Svart á Hvítu

      19. September 2016

      Potturinn er frá Postulínu:) Og hangir á krók sem er boraður í loftið….
      -Svana

  2. Anna

    20. September 2016

    Hvaðan er vasinn bleiki :) Hann er beaury :)

    • Svart á Hvítu

      20. September 2016

      Þetta er vasi sem Hella Jongerius hannaði fyrir Ikea fyrir nokkrum árum síðan, -er því miður ófáanlegur nema þá kannski á ebay?

  3. Anna

    20. September 2016

    Hvar fékkstu bleika pottinn :)

    • Svart á Hvítu

      20. September 2016

      Þetta er vasi sem Hella Jongerius hannaði fyrir Ikea fyrir nokkrum árum síðan, -er því miður ófáanlegur nema þá kannski á ebay?
      Mbk.Svana:)