Ljósaskilti heilla marga, enda mjög skemmtilegur hlutur fyrir heimilið sem virkar í flest rými og hægt er að breyta eftir stemmingu og líðan að hverju sinni. Ég fæ ekki nóg af mínu sem ég eignaðist þó fyrir löngu síðan og hef notað til skiptis í svefnherberginu, stofunni, eldhúsinu eða í barnaherberginu og hef jafnvel lánað það þegar svo hittir á. Þetta er nefnilega sérstaklega skemmtilegt ljós í veisluhöldum.
Stundum rek ég mig þó á að ég er lengi með sama textann og leita því í hugmyndir á netið þó svo að ég kjósi oftast að hafa textann minn á íslensku. Skiltið sem ég á er lítið og er úr Petit en mikið sem ég væri til í eitt stærra og veglegra í stofuna sem þyrfti þá líklega að sérpanta að utan. Ég er þó líka alltaf svo skotin í neon skiltunum sem ég fékk á heilann fyrir nokkrum árum síðan eftir að ég braut neon lampa sem ég átti, sjá gamla færslu frá mér -hér. Ég mun eignast slíkt skilti á vegginn einn daginn það er ég handviss um:)
Skrifa Innlegg