Ég rakst á svo sniðuga mynd sem sýnir hvernig búa eigi um rúm eins og gert er á hótelum að ég verð hreinlega að deila henni með ykkur. Ég viðurkenni þó að ég bý alltof sjaldan um rúmið mitt en þó er ég mjög hrifin af þessum tipsum hér að neðan hvernig hægt er að raða koddum og skrautpúðum á marga vegu. Það er að sjálfsögðu engin ein rétt leið og þetta snýst bara um hvað þér þykir fallegast og hversu mörgum púðum þú munt nenna að raða á morgnanna!
Til að toppa lúkkið er síðan annað léttara teppi eða gæra lögð á rúmið til fóta, oftast ofan á rúmteppið sjálft en það kemur þó líka vel út sérstaklega þegar sængin er tvöföld að brjóta teppi saman til hálfs og leggja til fóta ofan á sængina. Kíkið á video-ið neðst í færslunni til að sjá hvernig.
Svo fyrir þá sem vilja fara alla leið þá eru líka sérstakar leiðir hvernig ganga eigi frá lakinu og ég fann heilann helling af video-um á Youtube sem kenna hvernig eigi að “búa um hið fullkomna rúm”. Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt! Ég mun pottþétt nýta mér þessi tips… kannski þegar sonurinn flytur að heiman haha, ég mun þó a.m.k. nota einföldustu leiðina:)
[youtube http://www.youtube.com/watch?v=5DfGpCCFfWU]
Skrifa Innlegg