fbpx

KRUMMI Á FLAKKI Á FALLEGUM HEIMILUM

Íslensk hönnunKlassík

Við þekkjum öll Krummann hennar Ingibjargar Hönnu, enda ein frægasta íslenska hönnunin. Á facebook síðu Ihanna home eru reglulega birtar myndir af fallegum heimilum þar sem Krumminn sést, hann hefur nefnilega ferðast víðsvegar um heiminn eftir að hafa komið fyrst á markað árið 2007. Ég fékk einn í jólagjöf frá systur minni stuttu eftir að hann lenti í verslunum og ég hef alltaf verið mjög hrifin af honum, þrátt fyrir það að þetta sé einn af hlutunum sem “allir eiga”, en það hlýtur að vera ástæða fyrir því. Þetta er einn af þessum hlutum sem erfitt er að fá nóg af, því hann er svo dásamlega einfaldur og flottur og eldist stórvel.

Ég fékk í láni nokkrar myndir af facebook síðu Ihanna home –
10491149_797397916976380_8197991112656448487_n

@foreverloveblog

scandinavian lovesons

//Scandinavian lovesong

hrefna dan

@hrefnadan

hafdis hilm

@hafdishilm

scandinavian lovesong

//Scandinavian lovesong

10983209_787721921277313_519923082731083249_n

@vestavinden

11118479_800612836654888_5343116802913174614_n

@apieceofcake82

Ég er þessa stundina að leita af hentugum stað fyrir Krummann minn á þessu heimili, hann hefur nefnilega ekki enn verið hengdur upp eftir síðustu flutninga ásamt svo mörgu öðru. Þessar myndir hér að ofan gefa góðar hugmyndir. Þið getið merkt instagram myndir frá ykkur af Krumma eða annari hönnun eftir Ingibjörgu með #ihannahome til að deila með okkur hinum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

HOME SWEET HOME

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Eva Ýr Óttarsdóttir

    30. April 2015

    Hæ Svana.
    Ég var að velta því fyrir mér hvort þú vitir eitthvað um lampan sem er á mynd 5, sem er einskonar kastari? Er búin að vera að leita að svona lampa á netinu og get ekki fundið neinar upplýsingar…
    Annars takk fyrir skemmtilegt blogg og ég var einstaklega hrifin af myndunum af heimilinu þínu :)
    kkv. Eva

    • Helga

      5. May 2015

      Það fást standlampar í Bauhaus sem líkjast þessum á mynd fimm, þ.e.a.s þeir líta út eins og kastarar, til í nokkrum litum og tveimur stærðum (borð- og stand-lampi)

  2. Helga

    5. May 2015

    Það fást standlampar í Bauhaus sem líkjast þessum á mynd fimm, þ.e.a.s þeir líta út eins og kastarar, til í nokkrum litum og tveimur stærðum (borð- og stand-lampi)