fbpx

HUGMYNDIR FYRIR BARNAHERBERGI

Barnaherbergi

Hafið þið prufað Pinterest appið fyrir síma? Það er mjög þægilegt í notkun og ég nota það mjög mikið þegar ég ligg andvaka á næturnar. Undanfarið  hafa barnaherbergi helst verið að fylla Pinterestið mitt, ég er jú ennþá að gera herbergið hans Bjarts klárt. Ég keypti mér reyndar mjög fallegt skrifborð í gær sem fær að vera í herberginu hans því ég ætla einnig að nýta það sem smá vinnuherbergi. Ég sýni ykkur það á morgun:) Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir sem ég hef “pinnað” nýlega.

60aa69aeab43552c7a8f2fca5ffe6996

Ég er mjög hrifin af stafaborða trendinu sem er svo vinsælt um þessar mundir. Hægt að hafa nafn barnsins eða skemmtilegar setningar. Þessi gæti hljómað einhvernvegin svona á íslensku, “Superman þarf líka að sofa”? Bara hugmynd:)

f47986bab9557ad7a8a82dcd515f765e

e23517d0a31d666fb110e37dec6a8a4f

Ég er líka mjög hrifin af svart hvíta trendinu en fyrir minn smekk þá þurfa líka að vera litir í barnaherbergjunum, það gerir þau svo glaðleg og skemmtileg:)

e08d944e50c1dbe657bbae45fd562a7e

e8633e3f6aab4e8078fb8beb1b1b5e3a

123113994

609e95e55329bdf4d9e210649f39cdf9

Þessir foreldrar eru mjög skipulagðir sé ég, Bjartur mun aldrei eiga svona vel skipulagða og smekklega fataslá:)

310ae3d3d2fb0af98fffa7ac90f9869a

Skemmtilegt að bókahillurnar séu í hæð barnsins.

9a9f7d483ffab26fea67b8f79acee833

Ég vil endilega heyra um skemmtileg blogg með áherslum á barnaherbergi eða barna”stöffi” ef þið lumið á slíku!:)

-Svana

Á VEGGINN

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Maríanna

    30. January 2015

    Hvar fær maður svona stafaborða :)?

    • Svart á Hvítu

      30. January 2015

      T.d. hjá Petit.is:) Minnir að Mjolkurbúið.is hafi líka verið með svona!

  2. Ásdís

    30. January 2015

    Hæ hæ,

    Hvar fæ ég svona flottar þvottakörfur, veistu það ;) ?

    • Svart á Hvítu

      30. January 2015

      Þessar á mynd nr. 3 og svo síðasta myndin eru frá Ferm Living og fást í Epal. Þessi á mynd 6 er frá OYOY og það merki er t.d. selt hjá Snúran.is og mögulega Hrím líka:)

  3. Agla

    3. February 2015

    Fatasláin með samfellunum er það krúttlegasta sem ég hef séð :)

  4. Kristín Edda

    3. February 2015

    Hæ hæ og takk fyrir skemmtilegt blogg- ég er á höttunum eftir svona kúlum eins og eru á þessari mynd í horninu hefur einhverja hugmyndum hvar ég fæ svona?

    https://www.pinterest.com/pin/84864774203950743/

    ps ekki frábær mynd af þessu sorry með það:)

  5. Kristín Edda

    3. February 2015

    Vá snögg ertu ;) takk fyrir þetta – kannski spurning um að fara bara að þæfa ;)