Það styttist í að alþjóðlega litakerfið Pantone gefi út hver litur ársins 2015 verður en vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson tók forskot á sæluna og tilkynnti í dag hver litur ársins á snilldinni sinni Jón í lit væri, og varð ferskjubleikur fyrir valinu. Mikið er ég ánægð með þetta litaval hjá Almari:)
Þá er bara stóra spurningin hver litur ársins verður hjá Pantone, árið 2013 var það emerald grænn og árið 2014 var það bleik-fjólublá orkídea.
Ég ætla að giska á djúpbláann sem lit ársins 2015, hvað giskið þið á?
Skrifa Innlegg