fbpx

FEGURÐ EÐA NOTAGILDI?

HönnunIkeaSkart

Ein uppáhaldsspurningin mín þegar ég hef tekið viðtöl við t.d. hönnuði er hvort sé mikilvægara, fegurð eða notagildi? Oft þarf að gæta viss jafnvægis í þessu þó að ég falli æ oftar fyrir fallegum hlutum sem hafa nákvæmlega ekkert notagildi. Núna tel ég mig svona almennt meðvitaða um að kaupa mér ekki ljóta hluti og reyni eins og ég get að takmarka slíka hluti á heimilinu.

Þó er einn hlutur á heimilinu alveg afskaplega ljótur að mínu mati, en notagildið er það gott að ég hef ekki tímt að losa mig við hann! Það er þetta skartgripatré frá Ikea sem er inni á baðherbergi…

IMAG4752

skart

Þetta er alveg afburðar ljót hönnun að mínu mati en hún fær þó eflaust að fylgja mér áfram í einhvern smá tíma. Nema einhver geti bent mér á betra og fallegra skartgripatré en þetta, þá skal ég glöð skipta þessu út!

P.s. eruð þið að tékka á bleiku fínu stöfunum í bannernum? Ég ákvað að skella blogginu í smá andlitslyftingu:)

SÍÐUSTU DAGAR ...

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Rakel

    3. April 2014

    Haha þetta tré! Mitt endaði í ruslinu fyrir nokkrum árum og ég hef ekki enn fundið staðgengil þess! Mér finnst þessi skartgripatré almennt mjög ljót!

    • Svart á Hvítu

      3. April 2014

      Hahaha já þetta hefur nokkrum sinnum verið á leið í ruslið! Meika bara ekki að hafa ekkert til að hengja skart á.. því ekki ætla ég að bora í flísarnar til að hengja það þannig upp:)

  2. Ragnheiður Ösp

    3. April 2014

    Bæði betra :D

  3. Ágústa Harrysdóttir

    3. April 2014

    Haha vá kannast við þetta! Ég fór í Tekk/habitat og þar eru til nokkrar tegundir af muuun fallegri skartgripa ‘trjám’!

  4. Elva lita :o)

    3. April 2014

    Mig vantar augljóslega skartgripi þar sem ég hef ekki þörf fyrir svona tré ;o)

  5. Svala

    4. April 2014

    Èg keypti mini útgàfu að skilrúmi sem fæst ì tèkk company. Ég er mjög ànægð með það.

  6. Sigríður Erla

    4. April 2014

    Ég á mjög skemmtileg hrútshorn, sem hanga uppá vegg og geyma hálsmenin mín og armbönd :)

  7. Alexandra

    4. April 2014

    ég keypti nokkra dots snaga frá muuto og geymi mína skartgripi þar – kemur ótrúlega vel út :)

    • Svart á Hvítu

      4. April 2014

      Það væri draumurinn að vera með þannig, en finnst svo gott að hafa þetta inni á baðherbergi og ég vil ekki bora í flísarnar:/

  8. Ása Regins

    4. April 2014

    Nei ætli ég sé ekki sammála því að skilja ekki alveg skartgripatré hahah.. ég hef mitt í mismunandi fallegum öskjum/skálum og þannig geymist skartið alveg ágætlega :D

    • Svart á Hvítu

      4. April 2014

      Æj kannski ég gefist upp á þessu tré og hendi þessu í fallegar öskjur:) Sumt er bara svo stórt að það fer því illa að liggja… þvílíkt vesen haha

  9. Dagný Björg

    4. April 2014

    Skartgripatré er einhvað sem mun aldrei koma inn à mitt heimili. Finnst það alveg drepleiðinlegt dæmi. Skartið sem ég nota frà degi til dags er í skàlum og öskjum líkt og Àsa talar um, en restin er í skartgripaboxi sem núna á 10 àra (fermingar)afmæli, svart og leður àn óþarfa skrauts og drasls. Stílhreint og fínt.

  10. Gígja

    8. April 2014

    ..sammála, það eru til svo margar fallegar öskjur/box :-)
    Ég er með mitt geymt í skartgripaskúffu í (ikea) fataskápnum ! Þá er allt sorterað og verður heldur ekki rikfallið :-)