Ég kíkti í dag á opnun hjá Hrím Eldhúsi á Laugarveginum, gamla búðin er þó enn á sínum stað, nýja verslunin er örlítið ofar á Laugarveginum. Ég ákvað að taka nokkrar myndir til að deila með ykkur, ég var nefnilega mjög heilluð af úrvalinu og reyndar líka af hönnun verslunarinnar. Þetta er skemmtilegt verslunarrými sem hefur aldeilis ekki fengið að njóta sín sem skyldi hingað til. Tinna Brá eigandi Hrím er reyndar menntuð í arkitektúr og var því eflaust ekki lengi að redda málum!
Verslunin er skemmtilega uppsett, og dálítill eldhúsfílingur í gangi, sem er reyndar eðlilegt í ljósi þess að áherslan í vöruúrvalinu eru eldhúsvörur:)
Ég er ótrúlega hrifin af þeirri hugmynd að setja upp eldhús í búðinni til að sýna vörurnar. Og eigum við eitthvað að ræða þennan draumaísskáp?
Hvítu pottana frá Dansk Falcon mun ég eignast einn daginn, gamaldags emeleraðir stálpottar sem er nýhafið framleiðslu á aftur. Það sem mér finnst skemmtilegast við þá er að hægt er að nota lokið sem hitaplatta og leggja pottinn beint á borð!
Nóg að kopar fyrir koparsjúklinga eins og mig:)
Flott hugmynd af pottaslá…
Krúttlegir diskar og staflanlegir bollar frá Jimbo art.
Það er hægt að finna þennan ísskáp í myrkri!
Eldhúskrókurinn:)
Það mátti alveg sjá marmara á víð og dreif í Hrím, -þó helst á veggjum!
Þessir herramenn buðu mér upp á ljúffengt súkkulaði frá Omnom.
Enn meiri kopar!
Ég hefði keypt mér þetta viðarský, en ég var of snemma á ferðinni og varan ekki komin inn í kerfið:) Það er þá bara afsökun til að kíkja við aftur.
Meðal merkja sem munu fást í Hrím Eldhús eru: Seletti, Ferm Living, Brita Sweden, Opinel, Baumalau, Sabre, Helt honey, Almedahls, Orrefors, Kosta Boda, Sagaform, Thornback & Peel, Stelton, Designhouse Stockholm, Jimbobart, House of Rym, OYOY, SMEG, Are Chocolate og Dansk Falcon.
Ég mæli með að kíkja við, ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum:)
Skrifa Innlegg