fbpx

wanted.

HeimiliHugmyndir
Þessi Eames snagi úr hnotu er að gera mig bilaða. 
Hann myndi fullkomna nýju íbúðina mína en ég einhvernvegin get ekki sannfært sjálfa mig að það sé eðlilegt að eyða svona miklum pening í snaga. 
Limited edition til febrúar 2011 eða þar til að byrgðirnar klárast. 
Sem þýðir bara eitt, núna eða aldrei! 

En nýja pleisið er yndislegt. Læt mig dreyma um að geta raðað skónnum mínum svona fínt en þeir eru grafnir ofan í kassa eins og er.
Hvernig á að raða skónum sínum er lúxusvandamál!
Á morgun fer ég í það að búa til fataslá, úr járnstöng og keðjum. Spennó
Og svo læt ég mig líka dreyma um flottann DIY skartgripastand. Verð að komast yfir svona fín horn:)
Og jú svo þrái ég lampann minn aftur sem ákvað að yfirgefa þennan heim í flutningunum og liggur hér í 10.000 molum. 
x

Milk Design: frábær hönnun

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Anonymous

    3. September 2011

    Hvað kostar þessi dásemdarsnagi?

    en samhryggist með lampann þinn – innilega :(
    var einmitt að dást af honum á þessari mynd um daginn! Geðveeeikur

  2. Áslaug

    4. September 2011

    Guð minn góður – Ég vil jarðarför fyrir svona fallegann lampa…Púhh!

    Hlakka til að sjá myndir af íbúðinni..Hvað þá sjá hana með berum augum!

    XoXo

  3. Anonymous

    4. September 2011

    Greyið fallegi lampinn!! En Ég segi að þú eigir að dúndra þér á snagann “limited – Svana – LIMITED” ;) En já þessir skór manns eru ALLTAF hausverkur.. Ég tók röðunina á flippinu um daginn. Og er ferlega sátt með útkomuna.. í bili allavega haha. Annars hlakka ég mjög til að koma í heimsókn :D

    -KT

  4. Svart á hvítu

    4. September 2011

    Þessi snagi kostar um 33þús krónur takk fyrir… en sem betur fer þá gekk mér ekki að finna hann á netinu í gær svo það verður lítið af þessum kaupum:) Spurning að fara frekar að skoða DIY lausn á þessu “vandamáli”.

  5. Anonymous

    6. September 2011

    ég á snaga úr Tiger, hann er reyndar bara með snögum uppi og niðri, ekki í miðjunni… hann er með marglitum kúlum og ógislega fínn… en náttúrulega enganvegin jafn fínn og þessi :)
    Það væri kannski hægt að nota svoleiðis snaga í DIY verkefni ;)

    kv. Rut

  6. Anonymous

    20. September 2011

    Þessi lampi er svo cute! hvar fæst hann?

  7. Svart á hvítu

    20. September 2011

    Lampinn fæst því miður hvergi… eða svo best sem ég veit! Ég fékk hann úr útstillingu í búð sem ég vann í.
    -Svana:)