Árleg vöruhönnunarverðlaun tímaritsins Reykjavík Grapevine voru afhend í annað sinn sl. föstudag,
Ljúffenga skyrkonfektið fékk viðurkenningu fyrir vöru ársins. En skyrkonfekt er afkvæmi kúrs í Listaháskóla Íslands; stefnumót hönnuða við bændur, sem hefur það að markmiði að örva bændur til þess að skapa nýjar vörur í samstarfi við hönnuði. SNILLDAR áfangi, og by far skemmtilegasti af öllum áföngum sem að ég hef tekið.
Ragnheiður Ösp og vörulína hennar átti að mati dómnefndar vörulínu ársins, en hún á heiðurinn af NotKnot koddunum góðu sem hafa notið sívaxandi vinsælda meðal fagurkera og þykja mikið stofustáss.
Skrifa Innlegg