Verner Panton er einn áhrifaríkasti hönnuður nútímans.
Notkun hans með skæra liti og nýtískuleg efni eins og plast vakti mikla athygli og eru húsgögnin hans ennþá í dag talin nútímaleg þrátt fyrir að vera hönnuð fyrir 40-50 árum.
Hann var merkilegur maður og ég mæli með því að fletta í gegnum myndir af verkum hans, því að sum verkin eru mögnuð, sérstaklega þar sem hann vann með rými.
Ég ætla þó ekki að skrifa meira um hann í bili en ætla að birta myndir af einni af hans vinsælustu hönnun
Panton stóllinn.
Hann má finna á mörgum heimilum og margir fjárfesta í honum vegna þess hvað hann er mikið hönnunar icon! Einnig var hann til í barnastærðum í Saltfélaginu á sínum tíma.
Þessi stóll er þó ekki velkominn inná mitt heimili:)
Þessi ákvað að fríska uppá svefnherbergið með gulum lit.
Og þessi skrifstofuna með rauðum.
Hér var blái valinn til að fríska uppá annars boring stofu.
Æj ég veit ekki hvað það er við þennan stól, en ég hef aldrei getað fílað hann:)
og eru til í flestum litum t.d gylltum sem koma mjög vel út.
Hér má sjá brot af verkum Panton.
p to the s.
Ég vil bjóða okkur velkomnar yfir á Eyjuna.
Síðasta ár hefur verið mjög skemmtilegt á blogspot.com en nú er komin tími til að kanna nýjar slóðir.
Verið velkomin nýju lesendur og ég vona innilega að gömlu lesendurnir okkar hætti ekki að skilja eftir komment!!
(þrátt fyrir að þurfa að skilja eftir e-mail adressu núna obobb, (en það þarf ekkert að segja rétta):)
Skrifa Innlegg