Mynd frá instagraminu mínu @svana_
Ég tók þessa krúttlegu mynd af þeim feðgum í gærkvöldi þegar þeir voru að klára að setja saman leikeldhúsið hans Bjarts. Sá litli er mjög spenntur fyrir því “að laga” allt og vekja skrúfjárn sérstakann áhuga hjá honum. Mamman ætlaði þó örlítið að fínisera eldhúsið sem er þó mjög fallegt fyrir, en marmarafilma var sett á plötuna ásamt því að ég ætla að setja örlitinn lit í skápana. Sýni ykkur myndir þegar allt er orðið klárt!:)
Við náðum að krossa út nokkra hluti af verkefnalistanum okkar um helgina, ekki bara leikeldhúsið heldur ýmislegt annað sem fór upp á veggi, ég hafði hugsað mér nefnilega að halda upp á afmælið mitt í júní og þá verður nú heimilið að vera í sínu besta standi;)
Skrifa Innlegg