Í gær eignaðist ég drauma vegghengið mitt, eitthvað sem ég vissi ekki að mig vantaði en núna þegar það er komið upp á vegg í stofunni er það akkúrat pússlið sem vantaði uppá og skyndilega finnst mér stofan mín vera “tilbúin”. Þessi veggur hafði staðið auður í smá tíma en þarna var áður myndarammahilla og ef vel er gáð þá sést að ég er enn eftir að spartla í nokkur göt…. Vegghengið er handgert og kemur frá vefversluninni MARR, en að baki hennar standa hjónin Ninna Stefánsdóttir og Pálmi Ketilsson og undir vörumerkinu búa þau til fallegar vörur fyrir heimilið þar sem aldagamla macramé aðferðin er allsráðandi. Þau taka einnig að sér sérpantanir!
Þvílíkur draumur í dós sem þessi fegurð er ♡
Hefði ég ekki fengið það sem gjöf í gær þá hefði það samt ratað samstundis á óskalistann minn, þetta er algjört listaverk og fullkomnar mína stofu. Það er einnig alveg einstakt sem er svo skemmtilegt og fer því sérstaklega vel hliðina á Andy Warhol plakatinu – sem að allir eiga og er allt nema einstakt:) MARR býður einnig upp á úrval af handgerðum vegghillum og blómahengjum – mæli með að kíkja! Sjá HÉR.
Skrifa Innlegg