fbpx

UTEN SILO

HönnunÓskalistinn

Uten Silo smáhlutahillan var hönnuð árið 1969 af Dorothee Maurer-Becker, eiginkonu Ingo Maurer! Uten Silo sem er ein þekktasta plasthönnun frá sjötta áratugnum er í dag framleidd af Vitra.

Ég fór í mjög svo áhugaverða heimsókn áðan, en ég sem ætlaði bara að skjótast á eitt heimili útí bæ til að sækja nokkrar bækur sem ég keypti á netinu lenti óvart í smá “skoðunarferð” um eitt fallegasta heimili sem ég hef augum litið. Það var smekkfullt af hönnunarvörum og hlutum sem mig hefur dreymt um að eignast í mörg ár, og þar var meðal annars Uten Silo hillan í forstofunni sem fékk mig til að ákveða það að hún verður keypt ekki seinna en á mánudaginn! Og mér til mikillar gleði sá ég á netinu að hún er á jólatilboði þessa dagana og því er 10þús kr. afsláttur af henni.

Sorry langlokuna, en mér leið bara eins og ég hafi ferðast 10 ár fram í tímann og séð framtíðarheimilið mitt:)

ELDHÚSKRÓKURINN

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Sunna

    1. December 2012

    Svo flott! Hvar fæst þessi og hvað kostar hún? :)

    • Svart á Hvítu

      1. December 2012

      Hún fæst í Pennanum í Skeifunni, og kostar 29.900 meeeeð afslætti:)
      En ég held að hún sé vel þess virði og eldist vel!

  2. Sunna

    1. December 2012

    Ókei frábært, takk :)

  3. Hildur

    2. December 2012

    Ég vildi bara kasta á þig kveðju vegna þess að ég elska bloggið þitt ! Áður en ég byrjaði að skoða það hafði ég engan áhuga á innanhúshönnun en núna hef ég brennandi áhuga vegna þess að þú ert alltaf að skrifa um svo fallega hluti.

    Ég er 100% sammála þér með þessa hillu, hún er guðdómleg.

    Takk fyrir frábært blogg :)

    • Svart á Hvítu

      2. December 2012

      Takk fyrir yndislega kveðju, ótrúlega gaman að heyra að þetta blogg mitt geti haft svona áhrif:)
      Kærar kveðjur, Svana

  4. Lilja

    4. December 2012

    Þessi hilla er klárlega á óskalistanum mínum! Frændfólk mitt er búið að eiga sína í skrillján ár og mér finnst hún alltaf jafn æðisleg.

  5. Tinna

    4. December 2012

    Hæ hæ, ég var að spá í að kaupa mér svona lítið utensilo en hvernig er það, þarf maður ekki að bora frekar stór göt til að festa það upp? Ég hef ekki lagt í það í leiguíbúðinni sem ég er í :/

    • Svart á Hvítu

      4. December 2012

      Hæhæ, ég keypti mér einmitt minni týpuna og boraði hana upp í gær. Götin voru alls ekki stór, boraði bara örlítið minna en breidd skrúfunnar (bara venjuleg stærð) og fyrir 4 skrúfur. Ég er sjálf í leiguíbúð en finnst ekkert það mikið mál að sparsla bara smá og doppa í með málningu áður en ég flyt út:)

  6. Tinna

    5. December 2012

    Ok snilld, ég skoða þetta, takk! :)