Uten Silo smáhlutahillan var hönnuð árið 1969 af Dorothee Maurer-Becker, eiginkonu Ingo Maurer! Uten Silo sem er ein þekktasta plasthönnun frá sjötta áratugnum er í dag framleidd af Vitra.
Ég fór í mjög svo áhugaverða heimsókn áðan, en ég sem ætlaði bara að skjótast á eitt heimili útí bæ til að sækja nokkrar bækur sem ég keypti á netinu lenti óvart í smá “skoðunarferð” um eitt fallegasta heimili sem ég hef augum litið. Það var smekkfullt af hönnunarvörum og hlutum sem mig hefur dreymt um að eignast í mörg ár, og þar var meðal annars Uten Silo hillan í forstofunni sem fékk mig til að ákveða það að hún verður keypt ekki seinna en á mánudaginn! Og mér til mikillar gleði sá ég á netinu að hún er á jólatilboði þessa dagana og því er 10þús kr. afsláttur af henni.
Sorry langlokuna, en mér leið bara eins og ég hafi ferðast 10 ár fram í tímann og séð framtíðarheimilið mitt:)
Skrifa Innlegg