fbpx

trends to regret

Ég rakst á gamalt komment hér inni frá vinkonu minni áðan þar sem hún nefnir að skópar eitt minni sig mikið á Buffalo skónna síðan í den.
Skóparið sem við allar áttum en varð svo hræðilega hallærislegt í mörg mörg ár.
Svo hallærislegt var það að hann Ólafur Ragnar í næturvaktinni var sjálfur látinn ganga um í þeim til að undirstrika hverju hallærislegur hann var.
Ég hreinlega yrði ekki hissa í dag ef ég rækist á stelpu í Buffalo skóm í bænum.
Þeir eru smá hallærislega töff þessir skór. Samt meira hallærislegir.
Buffalo skór og Tark buxur voru málið í den.

Acne skór og Jeffrey Campell eru málið í dag.
Buffalo skór nútímans??
-S

Spenda eða spara

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Sigrún Víkings

    10. September 2010

    Vá hvað ég elskaði Buffalo gékk nánast í þessu straight i 3 ár! þetta var aðal stuffið;)
    Man eftir að segja á því tímabili að ég færi sko aldrei í lífinu í gulrótabuxur!!! ógeð… hahaha!
    Talandi um breytta tíma…

    Ég spái að Buffalo mæti aftur eftir svona 15-20 ár;)
    …og þá verða fylltu hælarnir okkar löngu grafnir ofan í hallærispokann

  2. Anna Margrét

    10. September 2010

    Úff ég er hálf hrædd um að það sé styttra en tveir áratugir í næsta Buffalo skó æði. Ef við skoðum skó tískuna núna þá stefnir allt í sama farið aftur.
    Obbo bobb!

    Ha ha! Hallærispokinn! Love it!

    Kannski maður kíki í Koló, fái sér eina Buffó og losi sig bara við miðann ;-) Spennandi að sjá hvort einhver myndi fatta….

    kv. Anna og hallærið

  3. ólöf

    10. September 2010

    mínir buffalo voru sko ekki svona slæmir! hehe..en kannski kemur þetta bráðum aftur, samt eflaust frekar hjá yngri kynslóðinni..eða erum við svo vitlaus að falla í sömu gryfjuna aftur? annars var ég nú ein af fáum sem fannst Acne með stálbotninum alveg hriiiiikalega hallærislegir (líka þessir frá Jeffrey Campbell sem eru næstum því eins..), en finnst þessir krumpuðu flottir – samt ekki nógu flottir til að kaupa þá á 80.000 kall..and therefore held ég að þetta nái ekki alveg Buffaló trendinu því þetta er ekki á eins viðráðanlegu efni, eða hvað heldur þú? ég fíla annars sjálf næstum alltaf Jeffrey Campbell roooosalega vel..en fylltu hælarnir gætu komist í hallærið eftir nokkur ár, þó ég fíli þessa tísku frekar mikið:)

  4. Anonymous

    10. September 2010

    Nú spyr ég kannski heimskulega.. En voru buffalo skórnir ekki aðallega vinsælir hjá yngstu kynslóðinni?
    Nú veit ég að við flestar sem minnumst þeirra voru á grunnskólaaldri þegar þeir voru málið… Man ekki eftir að eldri systir eða frænkur hafi gengið í þessu..
    Vonandi…

  5. Ása Ottesen

    11. September 2010

    Mér finnst þessir acne ekki svo flottir…Bara mín skoðun, og eiginlega líka þessir frá JC…Ekki alveg fyrir mig :) Þeir eru svo grófir, minna alveg á dr martins..hehe

  6. Agla

    12. September 2010

    Híhí.. ég átti sko líka Buffalo skó – vá hvað maður var töff!!

    Og mí love Acne :)

  7. Anonymous

    12. September 2010

    Ég fékk sjokk þegar ég var í fashion weekinu í köben að þar var hópur af fólki sem var í buffalo skóm! reyndar var svona punk útlit á þeim og passaði buffalo skórnir við það útlit hjá þeim en ég vissi ekki einu sinni að fólk ætti ennþá þessa skó

  8. Anonymous

    12. September 2010

    Ég fékk sjokk þegar ég var í fashion weekinu í köben að þar var hópur af fólki sem var í buffalo skóm! reyndar var svona punk útlit á þeim og passaði buffalo skórnir við það útlit hjá þeim en ég vissi ekki einu sinni að fólk ætti ennþá þessa skó