fbpx

TIL SÖLU: ÁSVALLAGATA 18

Heimili

Á þessu heimili býr mikil einstaklega mikil smekkdama ásamt fjölskyldu sinni. Húsið sem stendur við Ásvallagötu í 101 Reykjavík er núna til sölu fyrir áhugasama, frekari upplýsingar má finna hér. 

20131002_Asvallag_019Koparljós Tom Dixon og rauður Svanur gera stofuna extra djúsí.

20131002_Asvallag_008
20131002_Asvallag_003

Horft inn í stofu frá borðstofunni, Jón í lit í hressandi litasamsetningu prýðir vegginn.

20131002_Asvallag_00520131002_Asvallag_010

Eldhúsið er fallegt í 60’s stíl, ljósblár veggurinn leyfir litlu hlutunum að njóta sín extra vel. Takið eftir smáhlutunum hér að neðan hvað þeir poppa út:)

20131002_Asvallag_022 20131002_Asvallag_029

Sæblátt og fallegt barnaherbergi.

20131002_Asvallag_031

Hjónaherbergið er mjög smart, Ikea rand mottan setur mjög sterkan svip á herbergið en þarna má líka sjá Componibili hirsluna og Eros stólinn sem bæði er frá Kartell. 

20131002_Asvallag_035

Dásamlega fallegt ekki satt?

VINNUSTOFA?

Skrifa Innlegg

16 Skilaboð

  1. Þórhildur Þorkels

    9. October 2013

    Vá – draumaíbúð á draumastað.

  2. Hildur systir

    9. October 2013

    eg væri til í flytja beint inn:)

  3. Elísabet Gunnars

    10. October 2013

    Drauma ..

  4. Ragnheiður

    10. October 2013

    Mjög smart – ljósblái liturinn á barnaherb., eldhúsinu og hurðinni inní borðstofu setur skemmtilegan svip á heimilið :)

  5. Gerður

    10. October 2013

    Algjör draumur, sérstaklega út af verðmiðanum!

  6. Kristín Bergsveinsdóttir

    11. October 2013

    Ég elska þetta kopar ljós, vildi óska þess að jólasveinninn gæfi mér eitt

  7. Helga Rúna Péturs

    13. October 2013

    Þetta heimili er ótrúlega fagurt, langar líka að flytja inn

  8. Eva

    14. October 2013

    Mjög skemmtilegt heimili, veistu einhver deili á sófaborðinu? Finnst það einstaklega fallegt.

    • Eva

      17. October 2013

      Komið á óskalistann! Takk takk ;)

  9. Rósa

    17. October 2013

    Mig langar eiginlega í allt inn í þessu húsi!

  10. Fanney

    29. October 2013

    Vá ótrúlega fallegt. En hvar kaupir maður svona “rauðan svan” stól? :)