Fyrir ykkur sem aldrei hafið kíkt í yndislega hönnunarrýmið Spark á Klapparstíg 33, þá mæli ég eindregið með því að kíkja sem allra fyrst.
Þar er að finna rjómann af íslenskri hönnun ásamt fallegum sýningum sem standa í smá tíma í senn.
Núna í sumar er sýningin Þráður, en þar mætast tvær kynslóðir sem fást við skartgripagerð.
Dóra Guðbjört Jónsdóttir hefur starfað sem gullsmiður í um 60 ár. Hún hefur sérhæft sig í smíði á víravirki og er án efa fremsti fagmaður á því sviði og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starf sitt.
María Kristín Jónsdóttir útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún er fulltrúi kynslóðar sem hefur tileinkað sér frelsi í verkefna- og efnisvali.
Verk þeirra endurspegla ólíka aðferðarfræði og gildismat en eiga samt sem áður margt sameiginlegt.
Og hér að neðan eru þær stöllur saman.
Skrifa Innlegg