Þórunn Árnadóttir er vöruhönnuður útskrifuð frá LHÍ árið 2007.
Hún hefur tekið þátt í 100%design í London, Tallin Design kvöld í Estonia og Helsinki hönnunarvikunni.
Eins og er, er bara eitt eintak til af hverri hönnun, s.s. prótótýpan…
Update; Er búin að fá nokkrar fyrirspurnir um Raven hankann, veit einhver hvort hún sé búin að koma honum í sölu einhversstaðar??
Mér finnst skartgripahankinn mjög fallegur. Hann heitir Raven.
Ég held að ég myndi bara nota hann sem listaverk upp á vegg.
Svo eru kleinuhálsmenin hennar algjör krútt.
Trúi því varla að þetta sé hvergi í sölu??
Útskriftarverkefnið hennar var svo þessi klukka. Það þarf að telja perlurnar til að vita hvað tímanum líður, en hver perla táknar 5 mínútur. Svo er ein gyllt perla og ein silfruð sem tákna hádegi og miðnætti. Hægt er að taka perlurnar af og nota sem perlufesti, og stjórnum við þá okkar eigin tíma. Mjög áhugavert og hún hefur hlotið mikla athygli út á klukkuna.
Það er spurning hvort þessi hönnuður hafi séð klukkuna hennar Þórunnar? Hún heitir The Catena Wall clock og er eftir Andreas Dober, kostar reyndar 2300 dollara sem er frekar mikið fyrir svona simple klukku. Kannski eru tölustafirnir úr gulli? who knows…
Þórunn gerði sína klukku árið 2007 en Andreas gerði sína ekki fyrir svo löngu síðan.
Svipuð pæling í gangi. Hann varð kannski fyrir áhrifum af hennar hönnun,
en það gerist svo sem mjög oft í hönnunarheiminum.
-S
Skrifa Innlegg