Mikið varð ég glöð þegar ég var að lesa eina af uppáhaldssíðunum mínum Design Sponge í dag…
Þar var haldin keppni á milli ungra hönnuða og listamanna um skólastyrk og það var engin önnur en Þórunn Árnadóttir sem lenti í 2. sæti og hlaut því u.þ.b 175þúsund krónur í styrk sem kemur sér vel þar sem hún er núna í masternámi við Royal College of Arts í London.
Það sem ég held mest upp á af hennar verkum er Sasa klukkan hér að neðan
Hver perla táknar 5 mínútur og ef þú vilt ráða þínum eigin tíma þá tekuru perlurnar einfaldlega af klukkunni og berð um hálsinn.
Svo er það Hrafnavængurinn til að hengja á skartgripi, en hann er u.þ.b. 100x fallegri en aðrar skartgripageymslur á markaðnum en er því miður of flókinn fyrir framleiðslu svo ég á ekki von á því að eignast hann.
Skrifa Innlegg