fbpx

Teppahugleiðingar

Uncategorized
Svefnherbergisgólfið mitt er á góðri leið að vinna verðlaun fyrir ljótasta gólf heims. 
Mig dreymir um stórt og fallegt teppi til að fela rauðbrúna ófrágengna gólfið. 
Helst eitthvað í þessa átt:
Og svo er þetta líka frekar fallegt. 
 Ég hlít að geta nálgast gamalt “persneskt” teppi í geymslum fjölskyldunnar @mútta mín?
Það væri draumur í dós.
En yfir í annað og töluvert mikilvægara:
Elskulega nýútskrifaða masterverkfræði gáfnaljósið mitt hún Agla Friðjónsdóttir er að leita sér að draumaleiguíbúð fyrir sig og verkfræðingaunnusta sinn. 
Ég væri ekki að skrifa þetta hér ef hún væri ekki hinn fullkomni leigandi! 
Hjúin eru að verða heimilislaus, og eins og margir vita er leigumarkaðurinn í dag ekkert grín. 
Sendu henni línu ef þú veist um e-ð gott stöff á ; aglafridjons@gmail.com 
yfir og út. Svana:)

AHH

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Agla

    10. January 2012

    Takk sæta mín ;) Ef það eru einhverjir þarna sem eru að leita eftir leigjendum þá endilega sendið mér línu :)

    kv. Agla

  2. Anonymous

    11. January 2012

    Ó ég er einmitt með eitt frá kallinum í geymslunni (svipað og mynd nr.2 ) og er að berjast fyrir því að fá að henda því en hann bara þvertekur fyrir það… ætli þetta detti aftur inn, það er spurning :)

    Kv, Kristín

  3. Svart á hvítu

    11. January 2012

    Ekki spurning, þetta gengur í hringi eins og allt annað:) Kemur rosalega vel út að hressa upp á stílhreina íbúð með svona “ekta” teppi. Ahhh langar svo í!
    -Svana