fbpx

taktu eftir henni.



Vera Þórðardóttir er ungur fatahönnunarnemi við Instituto Marangoni í London, en sá skóli er mjög virtur í fatahönnunarbransanum.
Nýlega tók Vera þátt í keppni á vegum FAD (fashion awareness direct) þar sem nemendur úr öllum fatahönnunarskólum í Bretlandi gátu tekið þátt. Væri það nú ekki frásögu færandi nema það að hún lenti í 4. sæti af 100 þáttakendum!!!!! Og var tískusýningin haldin á London Fashion week 2010.
*Klapp* *Klapp* *Klapp*
Þáttakendur áttu að vinna með konseptið minningar og hanna útfrá því 2 outfitt í “futuristic” stíl. (afsakið enskuslettur, les of mikið af tímaritum haha)
Dómnefndin var ekki af verri endanum, en í henni sat t.d. tísku innkaupastjóri Harrods hún Elizabeth Mcluskie ásamt Vauxhall Fashion director John Wolford.
Verðlaunin voru líka hrikalega flott, en það var keppst um starfsnám frá William Tempest, Jonathan Saunders, Paul Smith og Vivienne Westwood ásamt peningaverðlaunum.
Vera vann starfsnámið hjá William Tempest en hann hefur fengið umfjöllun í flestum stærstu tískutímaritum heims svo sem; Vouge UK, Vouge Brazil, Harper’s Bazaar, Elle, In Style og svo mætti lengi telja. Ásamt því að Victoria Becham hefur klæðst hönnun eftir hann.
Hér sjást vinningskjólarnir hennar.
Hannað út frá konseptinu Minningar.

Þessum stal ég af netsíðunni hennar.
Mjög smart og ég er sérstaklega hrifin af jakkanum í efri línunni,

P.s. Vera, við þekkjumst ekkert en GOOD JOB!!

Afhverju er þessu ekki splæst á forsíðu Morgunblaðsins??
Það ber að fagna þegar íslendingar frá verðskuldaða athygli á erlendri grundu.

-S

Fyrir & eftir

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Rakel

    23. February 2010

    vá frábært hjá henni!!

  2. Anonymous

    23. February 2010

    fáránlegt hvað þetta er ekkert í blöðunum, að mínu mati er þetta mun merkilegra en forsíðufrétt fréttablaðsins í dag, að einhver veitingarstaður megi ekki heita santa maria, who gives a shit.

    annars er þetta rosa flott blogg Svana mín ;)

    kv. abba

  3. Anonymous

    23. February 2010

    hvað er netsíðan hennar?:)

  4. Vera Thordardottir

    24. February 2010

    Hæhæ stelpur.
    Takk æðislega fyrir þessa nice pressu. Eins og þið sögðuð er ekki mikið á síðunni minni haha :D
    Er að reyna að bæta úr því og vildi biðja um leyfi til að skella þessu inní pressusíðuna hjá mér. Held áfram að fylgjast með ykkur.
    Kveðja
    Vera

  5. SVART Á HVÍTU

    24. February 2010

    Auðvitað máttu gera það:)
    Bara keep up the good work!!

  6. Anonymous

    24. February 2010

    Það var viðtal við hana í Fréttablaðinu um daginn, eða amk umfjöllun, þannig að að hún er nú að fá einhverja athygli =)
    En sammála, hrikalega flott og hlakka til að sjá meira!
    Fatou