Afmælisleikurinn heldur áfram út októbermánuð í tilefni af 4 ára afmæli bloggsins. Enn og aftur hef ég valið hönnun sem ég er virkilega hrifin af, mest langar mig til að svindla í leiknum og vinna verðlaunin sjálf!
Í þetta skiptið verður hægt að næla sér í þrjú stykki af dásamlegum JÓNI Í LIT í litasamsetningu sem ég valdi sjálf saman, litirnir eru gull, silfur og hvítur. Þetta er stílhrein litasamsetning sem passar við aðrar litasamsetningar ef vinningshafinn er þegar byrjaður að safna ásamt því að auðveldlega er hægt að bæta við uppáhaldslitnum sínum. Toppurinn er sá að þessi litasamsetning höfðar jafnt til stráka og stelpna og er í þokkabót alveg gordjöss!:)
JÓN Í LIT eru litlar og litríkar lágmyndir sem eru handgerðar úr gipsi og sprautaðar í mörgum mismunandi litum. Vöruhönnuðurinn Almar Alfreðsson fann árið 2009 gamlann koparplatta með lágmynd af Jóni Sigurðssyni (1811-1879), oft nefndur Jón forseti, sem gefinn var út sem minjagripur árið 1944. Árið 2011 voru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns og því ákvað hann að gera afsteypur af þessari lágmynd í gips og sprauta þær í 20 mismunandi litum. Þetta eru litlar og litríkar lágmyndir sem tekið er eftir, hvort sem þær eru stakar eða nokkrar saman. Undanfarin tvö ár hafa þessar litríku lágmyndir heldur betur slegið í gegn og finna má þær á fjölmörgum íslenskum heimilum í dag, einnig hafa fleiri litir bæst við en ég mæli með að skoða þá á facebook síðu Jóns í lit.
Á heimili Almars er að sjálfsögðu að finna Jón í lit og eitthvað fær mig til að trúa að það hafi heldur betur bæst í safnið hjá honum frá því að þessi mynd var tekin:)
Myndin hér að ofan er frá heimili Almars þegar hann bjó í Reykjavík, hægt er að skoða allt innlitið hér.
Þessir þrír gætu orðið þínir!
Þáttökuskilyrðin eru þessi þrjú:
1. Setja like á facebook-síðu Svart á Hvítu
2. Like-a þessa færslu
3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu
Gangi ykkur vel, mikið finnst mér erfitt að fá ekki að taka sjálf þátt, ég á einn Jón í koparlit sem vantar félagsskap:)
Ég dreg svo út einn heppinn lesanda þann 13.október.
-Svana
Skrifa Innlegg